Fótbolti

Sá fingralangi látinn fara frá Nice

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagar Diabys hjá Nice eru taldir.
Dagar Diabys hjá Nice eru taldir. vísir/getty
Lamine Diaby verður látinn fara frá franska úrvalsdeildarliðinu Nice fyrir að stela úri af samherja sínum, Kasper Dolberg.

Úri danska landsliðsmannsins, sem er metið á 70.000 evrur, var stolið úr búningsklefa Nice 16. september síðastliðinn. Grunur beindist snemma að hinum 18 ára Diaby.

Hann ku hafa viðurkennt að hafa stolið úrinu og Nice og Dolberg ætla ekki að kæra málið til lögreglu.

Samningi Diabys við Nice verður hins vegar rift. Samkvæmt frétt L'Equipe gengur hann í raðir B-deildarliðsins Paris FC.

Diaby þykir mjög efnilegur framherji en hann á tæplega 20 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands. Diaby lék sex leiki fyrir Nice í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×