Æ algengara að Íslendingar fari út að borða á jólunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 17:00 Þótt erlendir ferðamenn séu flestir meðal gesta hótela og veitingahúsa á jólunum hefur nokkuð færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Vísir/Vilhelm Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer. Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer.
Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira