Enski boltinn

Arsenal að næla í fimm­tán ára strák frá United?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ungstirnið í leik með U18 ára liði United.
Ungstirnið í leik með U18 ára liði United. vísir/getty

Omari Forson, ein af stjörnunum í akademíu Manchester United, er talinn ofarlega á óskalista forráðamanna Arsenal.

Hinn fimmtán ára gamli Forson er talinn einn efnilegasti leikmaðurinn í enska fótboltanum og Skytturnar vilja styrkja sig með Forson.

United fékk Forson í janúar en þá kom hann til félagsins frá akademíu Tottenham. Hann spilar reglulega með U16-ára liði félagsins sem og U18-ára liðinu.







Forson, sem er miðjumaður, skoraði í sínum fyrsta leik með U18-ára liði United á dögunum er hann skoraði gegn WBA.

Arsenal vill styrkja yngri liðin og yngja upp aðallið félagsins og með komu Mikel Arteta til Arsenal er talið að nokkrir njósnarar frá Manchester City fylgi honum yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×