Ástæðan fyrir því að Michael Jordan yppti öxlum fyrir nákvæmlega 27 árum síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 21:45 Michael Jordan of Clyde Drexler í úrslitunum 1992. Getty/John W. McDonough Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019 NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Á þessum degi árið 1992 bauð Michael Jordan upp á eina af sínum merkilegri frammistöðum á stærsta sviðinu. Fyrir 27 árum síðar var Michael Jordan mættur með Chicago Bulls í lokaúrslit NBA-deildarinnar í annað skiptið á ferlinum. Árið áður hafði hann losað heilt hlass af gagnrýendnum af bakinu með því að vinna sinn fyrsta NBA-titil. Að þessu sinni var Chicago Bulls liðið komið í úrslitaeinvígi á móti Portland Trail Blazers og fyrsti leikurinn var 3. júní í Chicago Stadium í Chicago.In #NBAFinals Game 1 history... "THE SHRUG" in 1992! Michael Jordan finished with 35 PTS on 6 3PM in the first half. #NBABreakdown : GSW/TOR, Game 1 : 9pm/et : ABC : Sportsnet pic.twitter.com/s1mkAuIsul — NBA History (@NBAHistory) May 30, 2019Í aðdraganda leiksins var mikið talað um einvígi Michael Jordan og Clyde Drexler. Eitt af því fáa sem Clyde Drexler átti að gera betur en Jordan var að hitta úr þriggja stiga skotum. Þetta tímabil var Clyde Drexler með að meðaltali í deildarkeppninni 25,0 stig, 6,6 fráköst, 6,7 stoðsendingar, 1,8 stolna bolta og 1,5 þrista auk þess að vera með 34% þriggja stiga nýtingu og 79% vítanýtingu. Jordan var aftur á móti með meðaltali í deildarkeppninni 30,1 stig, 6,4 fráköst, 6,1 stoðsendingar, 2,3 stolna bolta og 0,3 þrista auk þess að vera með 27% þriggja stiga nýtingu og 63% vítanýtingu. Það er því kannski ekkert skrýtið að menn bentu á að Drexler væri betri þriggja stiga skytta en Jordan enda með 87 fleiri þriggja stiga körfur á tímabilinu og mun betri nýtingu. Málið er að Jordan leit á þetta sem áskorun og afsannaði þetta síðan með ótrúlegum fyrri hálfleik í leik eitt. Jordan setti alls niður sex þriggja stiga skot í hálfleiknum og var kominn með 35 stig í hálfleik. Bæði var nýtt met í lokaúrslitum NBA. Frægasta myndbrotið er þegar Jordan skellir niður sjötta þristinum og yppti síðan öxlum á leið sinni til baka í vörnina. Hann skildi ekki lengur í þessu sjálfur enda fór allt ofan í körfuna hjá honum í þessum magnaða fyrri hálfleik. Það er síðan hægt að reyna að ímynda sér hvernig mótherjum hans leið enda var þarna mesti háloftafugl NBA-deildarinnar allt í einu farinn að raða niður langskotunum líka.27 years ago today, MJ gave us “The Shrug.” He had 35 points including SIX threes in the FIRST HALF of the Finals. (via @NBATV) pic.twitter.com/GHEG3XXRwo — Complex Sports (@ComplexSports) June 3, 2019Michael Jordan endaði leikinn með 39 stig og 11 stoðsendingar á 34 mínútum og Chicago Bulls vann Portland 122-89. Portland Trail Blazers jafnaði reyndar metin í næsta leik en Chicago Bulls vann einvígið 4-2. Jordan var með 35,8 stig og 6,5 stoðsendingar að meðaltali og hitti úr 43% prósent þriggja stiga skota sinna. Clyde Drexler var með 24,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hitti aðeins úr 15 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitaeinvíginu. Michael Jordan vann þarna sinn annan titil en þeir áttu eftir að verða sex talsins. Í öll sex skiptin var hann kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.“I started running for the 3PT line. It felt like a FT.” - OTD (92) Michael Jordan's "Shrug Game” 39 PTS, 11 AST, 1 TO in 34 MINS 35 PTS & 6 straight 3PTS in the 1st half 33-Point win pic.twitter.com/tWxwKl50Y4 — Ballislife.com (@Ballislife) June 3, 2019On this day in 1992, Michael Jordan's shrug became one of the most iconic images in #NBAFinals history... pic.twitter.com/Bmcpntxzmu — NBA Africa (@NBA_Africa) June 3, 2019
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins