Fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 21:00 Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á. Heilbrigðismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Formaður félags fólks með áunninn heilaskaða segir að fá úrræði séu í boði fyrir börn sem verða fyrir áverkum á heila. Á annað þúsund manns hér á landi verði fyrir heilaskaða á hverju ári en aðeins hluti þeirra fái greiningu og viðeigandi meðferð. Eftir mikinn þrýsting fagaðila sem láta sig málefni heilaskaða varða skipaði heilbrigðisráðherra faghóp til að vinna að úrbót í málefninu. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og bent ráðherra á að bæta þurfi greiningu og skráningu á heilaáverkum. Einnig þurfi að efla sérhæfingu, meðferð og stuðning við þá sem orðið hafa fyrir slíkum skaða. „Við teljum í rauninni að það sé grunnurinn af vandanum að greiningarferlið sé ekki nóg og tíðni tölur og skráning sé mjög ábótavant,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. Úrræði skorti til að mæta þeim afleiðingum sem að fólk glímir við. Þótt eftirköst heilaskaða geti oft verið augljós, svo sem hreyfiskerðing, sjón- eða heyrnaskerðing, eru afleiðingarnar einnig mjög duldar og langvarandi. Sem lýsa sér í einbeitingarskorti, hvatvísi, minnisskerðingu og persónuleikabreytingu. Koma á verði langtímaendurhæfingu. „Í rauninni aðstoðin við það að komast til starfa aftur, til að komast til náms aftur og bara halda utan um lífið og halda áfram lífinu,“ segir hún. Hún bendir á að fjöldi barna sem fái höfuðhögg séu vitlaust greind. Þessu sé mikilvægt að breyta með því að bæta skráningarferlið. „Oft kemur skaðinn ekki fram fyrr en á unglingsárum eða töluvert seinna. Við sjáum að þau fá vitlausa greiningu. Kannski ADHD greiningu eða einhverfu greiningu lenda í vanda þegar þau koma á unglingsárin. Lenda í vanda þegar kemur að skólamálum og detta út úr samfélaginu. Þetta verður uppsafnaður vandi því það er verið að stýra þeim inn í vitlausa aðstoð,“ bendir hún á.
Heilbrigðismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira