Pelosi vill sjá Trump á bak við lás og slá Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 12:27 Pelosi reynir enn að halda aftur af flokkssystkinum sínum sem vilja ólm kæra Trump forseta fyrir embættisbrot. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30