„Þú ert ógeðslegur morðingi“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:52 Slökkviliðsmenn vissu að fólkið væri látið og var því engin tilraun gerð til að bjarga þeim. Vísir/egill Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira