Klay Thompson var á meiðslalistanum hjá Golden State Warriors og það munaði um minna en hann er meiddur aftan í læri. Meistararnir voru því án hans í nótt.
Það var mikið skorað í leiknum í nótt og ljóst frá upphafi að áhorfendur myndu fá mikið fyrir peninginn. Toronto var 36-29 yfir eftir fyrsta leikhlutann og leiddi svo í hálfleik 60-52.
Led by @DGreen_14's chasedown block, the TOP 3 PLAYS from Game 3 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/lFtsi8zFOY
— NBA (@NBA) June 6, 2019
Toronto hélt tökunum á leiknum í síðari hálfleik og þrátt fyrir áhlaup ríkjandi meistara þá létu gestirnir sigurinn ekki af hendi og eru komnir í 2-1 í einvíginu.
Stephen Curry var bestur í liði Golden State. Hann bætti met sitt yfir flest stig skoruð í einum leik í úrslitakeppni og gerði 47 stig en gamla met hans var 44. Að auki tók hann átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
Kawhi Leonard var stigahæstur í liði Toronto með 30 stig en Toronto-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir hentu sautján þristum niður sem er það mesta í úrslitarimmu síðan 9. júní 2017 er Cleveland hitti 24 þristum.
Big game. Big buckets.@TangerineHoops Game Highlights
Watch: https://t.co/ge0989ux6apic.twitter.com/DN9R0qH0UW
— Toronto Raptors (@Raptors) June 6, 2019
Næsti leikur liðanna fer fram í nótt.