Markmiðið er að útrýma fátækt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. mars 2019 08:00 Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar