Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:30 Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira