Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2019 15:43 Engin lausn er í sjónmáli í deilu ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstrinum. Vísir/Jóhann K Ekkert gengur né rekur í samningaviðræðum ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla á landinu.Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. Umsjónarlæknum og rekstraraðilum sjúkrabíla, af öllu landinu, er ofboðið vegna ástandsins en þeir funduðu um málið á dögunum. Þá hefur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, bréf þar sem þungum áhyggjum er lýst af ástandi sjúkrabifreiða, sem heilt yfir fer versnandi. Í bréfinu til ráðherra er ástandið sagt alvarlegt og óásættanlegt sé með öllu að ekki sé enn búið að tryggja fjármögnun til endurnýjunar. Þá segir að öryggi sjúkraflutningamanna og skjólstæðinga þeirra sé ógnað. Samkvæmt útgefnum viðmiðum er nú þegar orðin þörf á endurnýjun rúmlega helmings allra sjúkrabifreiða í landinu.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsendRekstraraðilar fá engar upplýsingar um stöðu mála Deilan um Sjúkrabílasjóð er í það miklum hnút að heilbrigðisráðuneytið hefur sagt sig frá málinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og vísað því til Sjúkratrygginga Íslands og á báðum stöðum verjast menn allra fregna um gang samningaviðræðna. Rekstraraðilar sjúkrabíla um allt land fá engar upplýsingar um framvindu mála og halda ráðuneytið, Sjúkratryggingar og Rauði krossinn á Íslandi, spilunum þétt að sér. Eftir að ljóst var að Rauði krossinn á Íslandi myndi hætta rekstri sjúkrabílanna, eftir rúmlega 90 ára sögu, hófust samningaviðræður við Heilbrigðisráðuneytið um yfirtökuna enda miklir fjármunir bundnir í tækjum og öðru sem snýr að rekstrinum.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKHalda gögnum frá fjölmiðlum Viðræður hafa gengið það illa á milli aðila að ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til þess að vinna úttekt um stöðu Sjúkrabílasjóðs og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Eftir að ráðgjafafyrirtækið skilaði skýrslunni var ákveðið, af báðum aðilum, að innihald skýrslunnar yrði trúnaðarmál og fékk fréttastofan ekki aðgang að skýrslunni. Var sú ákvörðun kærð til Úrskurðanefndar um upplýsingamál, fyrir um þremur mánuðum síðan, þar sem málið er enn skoðunar.Ráðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Í febrúar sagði fréttastofan frá því að þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Nægt fé er til í sjúkrabílasjóði til þess að endurnýja flotann en ríkið hefur ekki aðgang að sjóðnum þar sem Rauði krossinn er skráður eigandi hans. Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun sjúkrabíla. Afar strangar reglur eru um Sjúkrabílasjóð og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð sem skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir. Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði. Þeir eru ekki upp á marga fiska.AðsendEngin lausn í sjónmáli Á meðan deilan er í hnút er líklegt að engin endurnýjun muni eiga sér stað í sjúkrabílaflotanum á Íslandi. Í nokkur skipti hafa Ríkiskaup frestað útboði vegna kaupa á nýjum bílnum en vonast er til að útboð verði í ágúst næstkomandi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Ekkert gengur né rekur í samningaviðræðum ríkisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrrnefnda á rekstri sjúkrabíla á landinu.Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. Umsjónarlæknum og rekstraraðilum sjúkrabíla, af öllu landinu, er ofboðið vegna ástandsins en þeir funduðu um málið á dögunum. Þá hefur Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sent Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, bréf þar sem þungum áhyggjum er lýst af ástandi sjúkrabifreiða, sem heilt yfir fer versnandi. Í bréfinu til ráðherra er ástandið sagt alvarlegt og óásættanlegt sé með öllu að ekki sé enn búið að tryggja fjármögnun til endurnýjunar. Þá segir að öryggi sjúkraflutningamanna og skjólstæðinga þeirra sé ógnað. Samkvæmt útgefnum viðmiðum er nú þegar orðin þörf á endurnýjun rúmlega helmings allra sjúkrabifreiða í landinu.Sjúkrabíll sem bilaði í útkalli á leið á verkstæðiAðsendRekstraraðilar fá engar upplýsingar um stöðu mála Deilan um Sjúkrabílasjóð er í það miklum hnút að heilbrigðisráðuneytið hefur sagt sig frá málinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og vísað því til Sjúkratrygginga Íslands og á báðum stöðum verjast menn allra fregna um gang samningaviðræðna. Rekstraraðilar sjúkrabíla um allt land fá engar upplýsingar um framvindu mála og halda ráðuneytið, Sjúkratryggingar og Rauði krossinn á Íslandi, spilunum þétt að sér. Eftir að ljóst var að Rauði krossinn á Íslandi myndi hætta rekstri sjúkrabílanna, eftir rúmlega 90 ára sögu, hófust samningaviðræður við Heilbrigðisráðuneytið um yfirtökuna enda miklir fjármunir bundnir í tækjum og öðru sem snýr að rekstrinum.Sjúkrabíll sem bilaði á vettvangi, á verkstæði.Vísir/JóhannKHalda gögnum frá fjölmiðlum Viðræður hafa gengið það illa á milli aðila að ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til þess að vinna úttekt um stöðu Sjúkrabílasjóðs og yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Eftir að ráðgjafafyrirtækið skilaði skýrslunni var ákveðið, af báðum aðilum, að innihald skýrslunnar yrði trúnaðarmál og fékk fréttastofan ekki aðgang að skýrslunni. Var sú ákvörðun kærð til Úrskurðanefndar um upplýsingamál, fyrir um þremur mánuðum síðan, þar sem málið er enn skoðunar.Ráðuneytið furðar sig á hundruð milljóna króna kröfu í Sjúkrabílasjóði á RKÍ Í febrúar sagði fréttastofan frá því að þrjátíu af yfir áttatíu sjúkrabílum sem eru í notkun á landinu eru orðnir of gamlir eða of mikið keyrðir samkvæmt viðmiðunarreglum sem Rauði krossinn vinnur eftir. Nægt fé er til í sjúkrabílasjóði til þess að endurnýja flotann en ríkið hefur ekki aðgang að sjóðnum þar sem Rauði krossinn er skráður eigandi hans. Samkvæmt svari sem Heilbrigðisráðuneytið sendi fréttastofu áður en skýrslan um Sjúkrabílasjóð var afhent deiluaðilum, er ljóst að nægir fjármunir eru til þess að ráðast strax í endurnýjun sjúkrabíla. Afar strangar reglur eru um Sjúkrabílasjóð og spurði fréttastofan sérstaklega um það. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt gildandi samningi um þjónustuna er RKÍ óheimilt að nota sjúkrabílasjóð til annars en endurnýjunar sjúkrabíla eða búnaðar, nema fyrir liggi skrifleg heimild verkkaupa um annað. RKÍ hefur ekki óskað eftir eða fengið slíka heimild. Það veki því athygli að í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs hafa fjármunir verið teknir úr sjóðnum og skráð sem skuld á Landsskrifstofu Rauða krossins og aðrar deildir. Krafan hljóðar uppá rúmar 240 milljónir 2016 og rúmar 360 milljónir 2017. Ekki fást upplýsingar frá Rauða krossinum um hvað standi að baki kröfunni, til hvers fjármunirnir voru notaðir og hvort heimild hafi verið fyrir gjörningnum frá ráðuneytinu.Sjúkrabílarnir á Ísafirði eru með þeim elstu í flotanum og eru reglulega á verkstæði. Þeir eru ekki upp á marga fiska.AðsendEngin lausn í sjónmáli Á meðan deilan er í hnút er líklegt að engin endurnýjun muni eiga sér stað í sjúkrabílaflotanum á Íslandi. Í nokkur skipti hafa Ríkiskaup frestað útboði vegna kaupa á nýjum bílnum en vonast er til að útboð verði í ágúst næstkomandi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30