Dramað í Passíusálmunum Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 5. júní 2019 07:00 Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Strax eftir páska birtist grein í Fréttablaðinu eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing undir titlinum Misskilningurinn með Passíusálmana. Þar furðar greinarhöfundur sig á þeim flutningsmáta sem sálmunum sé búinn á 21. öldinni og felist í því „að sálmarnir séu lesnir upphátt í kirkjum landsins á föstudaginn langa.“ Sú hefð á upptök sín í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti sem vígð var haustið 1986. Á fyrstu starfsárum kirkjunnar fékk leikhúsmaðurinn Eyvindur Erlendsson þar inni á föstudaginn langa í því skyni að flytja verk Hallgríms í heild sinni. Þarna urðu tímamót í flutningi Passíusálmanna. Með þessu móti gafst hlustendum tækifæri til þess að meðtaka verkið frá upphafi til enda á rúmum fimm klukkustundum. Leikhúsmaðurinn sýndi með gjörningnum fram á skyldleika Passíusálmanna við klassíska harmleiki fyrri alda sem fylgdu kröfu Aristótelesar um þríeiningu tíma, rúms og atburðarásar. Atburðarás Passíusálmanna byggir á atburðum föstudagsins langa og á sér öll stað í Jerúsalem. Krossferli Jesú er fylgt gegnum kvöl og angist allt til líflátsdóms, dauða og greftrunar. Aukapersónur eru fjölmargar og þeim eru gerð mögnuð skil. Hlustendur fylgjast með dramatískri framvindunni nánast í rauntíma, en staldra við hvert atriði í útleggingu skáldsins og skoða líf sitt og breyskleika mannsins í samhenginu. Fyrir tilstilli Passíusálmanna hefur föstudagurinn langi orðið einhver mikilvægasti íhugunardagur fjölmargra Íslendinga. Því til staðfestingar má nefna að á annað þúsund manns sóttu atburðinn þegar sjö leikkonur fluttu sálmana síðasta langa föstudag í Hallgrímskirkju. Fleiri kirkjur drógu að fólk.Arfleifð Eyvindar Segja má að frumkvæði Eyvindar Erlendssonar hafi borið ríkulegan ávöxt. Þótt hann sjálfur hafi fyrir löngu dregið sig í hlé hefur verkefnið lifað eigin lífi og blómgast undir stjórn annarra, einkum bókmenntafræðinga, skálda og rithöfunda sem enduruppgötvuðu gamlan kollega í Hallgrími Péturssyni og féllu kylliflatir fyrir snilld hans. Enginn hörgull hefur orðið á fólki af öllu tagi sem vildi spreyta sig á lestrinum. Fram að tiltæki Eyvindar hafði opinber flutningur Passíusálmanna að mestu verið í höndum prestastéttarinnar og guðfræðinga sem lögðu grunninn að lestrum á verkinu í Ríkisútvarpinu á lönguföstu allt frá lýðveldisárinu 1944. Passíusálmarnir hafa þó aldrei lokast inni hjá menntamönnum einum og elítum, eins og örlög hliðstæðra sálma hafa orðið í öðrum löndum, heldur hafa þeir í aldanna rás verið elskaðir af alþýðu manna á Íslandi, sem ýmist gat lesið þá sjálf á bók eða hlýtt á þá lesna eða sungna á heimilum sínum á föstunni. Með frumkvæði Eyvindar má segja að Passíusálmarnir hafi fundið nýjan farveg að sálum hlustenda. Það er því ómaklegt að hnýta í arfleifð hans sem og leikarastéttina fyrir það framlag, eins og Árni Heimir gerir.Þúsund erindi sungin Árni telur réttara að syngja sálmana en flytja þá í heild sinni sem ljóðmál. Að slíku hafa verið gerð nokkur tilhlaup undanfarin ár af ekki minni mönnum en Smára Ólasyni, Megasi og Jóni Ásgeirssyni. Leikarar eru engin hindrun á vegi tónlistarfólks sem vill takast á við Passíusálmana. Þó ber að hafa í huga að sálmarnir eru fimmtíu að tölu í um þúsund erindum svo hugsanlega þarf samkomulag við áheyrendur um helmingi lengri setu í bekkjunum ef syngja á alla í einni lotu. Hvað Hallgrímur sá fyrir sér um flutninginn rúmum 350 árum eftir að hann setti verkið saman vitum við ekki svo gjörla. Bara að það var metnaðarfullt skáld sem gekk út „undir blæ himins blíðan“ og orti. Hann vildi ná til margra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun