Xabi Alonso elskar ennþá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:30 Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik. Getty/ LFC Foundation „Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
„Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira