Frjálslyndir stúdentar sameinast gegn sósíalisma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 15:39 Frá stofnfundi samtakanna. Á myndinni eru (frá vinstri): Axel Ingi Ólafsson, Páll Gestsson, Jakob Andri, Davíð Snær Jónsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Magnús Geir Björnsson og Sverrir Ólafur Torfason. SFH Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“ Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“
Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira