Jafnræði var með liðunum nær allan leikinn en grunninn að sigrinum lögðu meistararnir í fjórða leikhlutanum. Þeir unnu hann með þrettán stigum þar sem Stephen Curry skoraði tíu stig en leikinn vann Golden State að lokum með tíu stigum.
Stigahæstur hjá Golden State var Klay Thompson með 25 stig en næstir komu þeir Kevin Durant með 21 stig og Stephen Curry með 20 stig. Golden State með rúmlega 70% sigurhlutfall í vetur. Kelly Oubre Jr. var stigahæstur hjá Phoenix sem hefur tapað þrettán leikjum í röð.
Hinn finski, Lauri Markkanen, heldur áfram að fara á kostum með Chicago Bulls en hann skoraði 31 stig er Chicago vann sigur á Brooklyn Nets, 125-106.
Þetta var þriðji leikurinn þar sem Lauri fer á kostum en hann hefur skorað 30 stig eða meira í þremur leikjum í röð. Að auki tók hann átján fráköst en Chicago vann alla fjóra leikhlutina í leiknum gegn Brooklyn í nótt.
Þetta var þó einungis þrettándi sigurleikur Chicago í austurdeildinni í 55 leikjum en Brooklyn er með 29 sigra í fyrstu 57 leikjunum í austurdeildinni. Þeir eru í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.
Öll úrslit næturinnar:
New York - Detroit 103-120
Denver - Philadelphia 110-117
Cleveland - Washington 106-119
Chicago - Brooklyn 125-106
Milwaukee - Dallas 122-107
Golden State - Phoenix 117-107
Minnesota - New Orleans 117-122
Miami - Sacramento 96-102