Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Lengi reynt að benda stjórnvöldum á slæma stöðu ÍSP. Fréttablaðið/Stefán Stjórnendur Íslandspósts hafa í um áratug reynt að vekja athygli stjórnvalda á því að yrði ekki gripið til aðgerða myndi fyrirtækið enda í greiðsluþroti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu (SRN), svo og fyrirrennara þess, hafa einnig borist erindi frá öðrum aðilum sama efnis á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fundargerðum stjórnar ÍSP svo og erindum sem SRN hafa borist og minnisblöðum innan úr ráðuneytinu. Fréttablaðið fékk aðgang að hvoru tveggja í krafti upplýsingalaga. „Forstjóri og stjórnarformaður greindu frá fundi sem þeir áttu með innanríkisráðherra 16. október sl. um rekstrarvanda ÍSP og yfirvofandi greiðsluþrot um áramót ef ekki fæst um 200 [milljóna króna] yfirdráttarheimild,“ segir í fundargerð stjórnar frá 25. október 2013. Á fundi með ráðherra var einnig rætt um afdrif erinda ÍSP til PFS um gjaldskrárhækkanir innan einkaréttar en ÍSP áætlar að á árunum 2011-13 hafi fyrirtækið orðið fyrir rúmlega 580 milljóna króna tapi vegna þess hve lengi stofnunin var að afgreiða erindin eða þá að ekki var fallist á tillögur til hækkunar. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til SRN um til hvaða aðgerða hefði verið gripið vegna ákalls fyrirtækisins um aðstoð og hvar ráðuneytið teldi að ábyrgðin vegna 1,5 milljarða neyðarlánsheimildar ríkisins til þess lægi. Í svari SRN sagði orðrétt að ráðuneytið „[hefði] á undanförnum 10 árum fengið nokkur bréf frá Íslandspósti ohf. þar sem gerð er grein fyrir meintri versnandi stöðu vegna alþjónustu“.Sjá einnig: Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Sökum þess hefði verið gripið til reglugerðarbreytinga en þær varða meðal annars fækkun dreifingardaga og staðsetningu póstkassa. Þær breytingar hafa skilað ÍSP hagræði sem er áætlað rúmlega 200 milljónir króna. Hvað ábyrgðina varðar benti SRN á að það hefði ekki aðkomu að stjórnun, rekstri eða fjárfestingum ÍSP en fjármálaráðherra fer með hlutabréfin í fyrirtækinu. Undanfarin ár hefur verið mikið tap á samkeppni ÍSP innan alþjónustu eða um þrír milljarðar króna á árunum 2013-2017. Stærstan hluta þess má rekja til sendinga frá útlöndum en þó er einnig tap, sem nemur hundruðum milljóna króna, á sendingum innanlands. ÍSP áætlar að byrði sín af alþjónustunni nemi allt að tæpum milljarði ár hvert. PFS taldi á móti að byrðin næmi 300-500 milljónum áður en til fækkunar dreifingardaga kom. Ljóst er því að byrðin hefur lækkað umtalsvert. ÍSP hefur farið fram á það við ríkið að það bæti fyrirtækinu þennan kostnað, annaðhvort með þjónustusamningi eða með framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Hvað fyrri kostinn varðar segir í minnisblaði til innanríkisráðherra, frá júlí 2014, að ekki verði séð að það þjóni neinum tilgangi að ríkið sé að gera slíkt samkomulag við ríkisfyrirtæki. Hvað síðari kostinn varðar sótti ÍSP um 2,6 milljarða afturvirka úthlutun, sem tekur til áranna 2013-17, í október 2017 til PFS. Ekki er til króna með gati í sjóðnum. Fréttablaðið spurði SRN hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður ef til úthlutunar kæmi. Svarið var að það lægi ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stjórnendur Íslandspósts hafa í um áratug reynt að vekja athygli stjórnvalda á því að yrði ekki gripið til aðgerða myndi fyrirtækið enda í greiðsluþroti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu (SRN), svo og fyrirrennara þess, hafa einnig borist erindi frá öðrum aðilum sama efnis á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fundargerðum stjórnar ÍSP svo og erindum sem SRN hafa borist og minnisblöðum innan úr ráðuneytinu. Fréttablaðið fékk aðgang að hvoru tveggja í krafti upplýsingalaga. „Forstjóri og stjórnarformaður greindu frá fundi sem þeir áttu með innanríkisráðherra 16. október sl. um rekstrarvanda ÍSP og yfirvofandi greiðsluþrot um áramót ef ekki fæst um 200 [milljóna króna] yfirdráttarheimild,“ segir í fundargerð stjórnar frá 25. október 2013. Á fundi með ráðherra var einnig rætt um afdrif erinda ÍSP til PFS um gjaldskrárhækkanir innan einkaréttar en ÍSP áætlar að á árunum 2011-13 hafi fyrirtækið orðið fyrir rúmlega 580 milljóna króna tapi vegna þess hve lengi stofnunin var að afgreiða erindin eða þá að ekki var fallist á tillögur til hækkunar. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til SRN um til hvaða aðgerða hefði verið gripið vegna ákalls fyrirtækisins um aðstoð og hvar ráðuneytið teldi að ábyrgðin vegna 1,5 milljarða neyðarlánsheimildar ríkisins til þess lægi. Í svari SRN sagði orðrétt að ráðuneytið „[hefði] á undanförnum 10 árum fengið nokkur bréf frá Íslandspósti ohf. þar sem gerð er grein fyrir meintri versnandi stöðu vegna alþjónustu“.Sjá einnig: Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Sökum þess hefði verið gripið til reglugerðarbreytinga en þær varða meðal annars fækkun dreifingardaga og staðsetningu póstkassa. Þær breytingar hafa skilað ÍSP hagræði sem er áætlað rúmlega 200 milljónir króna. Hvað ábyrgðina varðar benti SRN á að það hefði ekki aðkomu að stjórnun, rekstri eða fjárfestingum ÍSP en fjármálaráðherra fer með hlutabréfin í fyrirtækinu. Undanfarin ár hefur verið mikið tap á samkeppni ÍSP innan alþjónustu eða um þrír milljarðar króna á árunum 2013-2017. Stærstan hluta þess má rekja til sendinga frá útlöndum en þó er einnig tap, sem nemur hundruðum milljóna króna, á sendingum innanlands. ÍSP áætlar að byrði sín af alþjónustunni nemi allt að tæpum milljarði ár hvert. PFS taldi á móti að byrðin næmi 300-500 milljónum áður en til fækkunar dreifingardaga kom. Ljóst er því að byrðin hefur lækkað umtalsvert. ÍSP hefur farið fram á það við ríkið að það bæti fyrirtækinu þennan kostnað, annaðhvort með þjónustusamningi eða með framlagi úr jöfnunarsjóði alþjónustu. Hvað fyrri kostinn varðar segir í minnisblaði til innanríkisráðherra, frá júlí 2014, að ekki verði séð að það þjóni neinum tilgangi að ríkið sé að gera slíkt samkomulag við ríkisfyrirtæki. Hvað síðari kostinn varðar sótti ÍSP um 2,6 milljarða afturvirka úthlutun, sem tekur til áranna 2013-17, í október 2017 til PFS. Ekki er til króna með gati í sjóðnum. Fréttablaðið spurði SRN hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður ef til úthlutunar kæmi. Svarið var að það lægi ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00 Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Fjárlaganefnd hefur samþykkt beiðni um stjórnsýsluúttekt á starfsemi Íslandspósts. Orsök fjárhagsvanda fyrirtækisins er ógreind. 16. janúar 2019 08:00
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00