Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 19:17 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins. Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins.
Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12