Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 19:17 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins. Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins.
Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12