Hvatning frá formanni Heimilis og skóla á degi gegn einelti Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 17:48 Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun