Fólkið á Airwaves: Upplifun hátíðarinnar felst í því að ramba á nýja tónlist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 21:00 Alda Júlía og Oddrún biðu eftir klippingu á Listasafni Reykjavíkur. vísir/hallgerður „Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves. Þær systur eru á Airwaves í sjöunda skiptið en þær hittu tónlistarmanninn Mac DeMarco fyrir tilviljun í gær og biðu eftir að tónleikar hans myndu hefjast í Listasafninu. Systurnar segja hátíðina vel heppnaða en line-uppið svokallaða nokkuð sérstakt. „Það er pínu skrítið lineupið, þeir eru búnir að raða saman böndum sem meika ekki endilega sense saman en þetta er geðveikt næs. Ég held að það dreifi crowdinu meira,“ segir Alda. „Mér finnst þetta bara eins og þetta hefur alltaf verið,“ svarar Oddrún. „Maður spyr sig „hvað eru þeir eiginlega að gera? Svo er þetta bara þannig. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera betur en fólkið sem mætir eftir tvo bjóra.“ Þær sammælast um að hátíðin grundvallist svolítið í því að fólk rölti um bæinn og rambi inn á tónlistarmenn sem það hefur aldrei séð áður. Þannig geti maður uppgötvað eitthvað stórt. „Við erum rosa mikið að flakka á milli og við erum að reyna að fara á litlu böndin sem við höfum ekki séð áður. Eins og vinkona okkar fór á Florence and the Machine áður en hún varð fræg af því að hún kom á Airwaves, þetta er smá svoleiðis að þú færð svo mikið meira úr því að elta litlu böndin,“ segir Oddrún. „Þegar það kemur að þessu stóra sem þú ert búinn að bíða eftir þá er röðin hringinn í kring um húsið þannig að það er oft skemmtilegra að fara þá inn á minni tónleikastaði og finna eitthvað þar. Það er upplifun hátíðarinnar,“ bætir Alda Júlía við. Þær telja þó jákvætt að ekki sé mikið um vel þekkta tónlistarmenn á hátíðinni. Áhersla hátíðarinnar til að byrja með hafi verið að ef tónlistarmenn hafi komið fram fengju þeir ekki afturkvæmt, það hafi þó breyst í seinni tíð, t.a.m. með endurkomu Of Monsters and Men. „Sena breytti því strax. Það var ákveðinn partur af þessu og mér finnst það svolítið leiðinlegt,“ segir Alda. „Of Monsters and Men eru auðvitað æðisleg en það er leiðinlegt að þeir séu að endurtaka sig,“ segir Oddný og grípur fram í fyrir systur sinni. „Reglan var alltaf sú að þú spilaðir bara einu sinni á Airwaves, allavega fyrir erlend bönd.“ „Vissulega eru Of Monsters and Men íslensk...“ segir Alda. „Heyrðu, ég tek þetta allt til baka!“ Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
„Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves. Þær systur eru á Airwaves í sjöunda skiptið en þær hittu tónlistarmanninn Mac DeMarco fyrir tilviljun í gær og biðu eftir að tónleikar hans myndu hefjast í Listasafninu. Systurnar segja hátíðina vel heppnaða en line-uppið svokallaða nokkuð sérstakt. „Það er pínu skrítið lineupið, þeir eru búnir að raða saman böndum sem meika ekki endilega sense saman en þetta er geðveikt næs. Ég held að það dreifi crowdinu meira,“ segir Alda. „Mér finnst þetta bara eins og þetta hefur alltaf verið,“ svarar Oddrún. „Maður spyr sig „hvað eru þeir eiginlega að gera? Svo er þetta bara þannig. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera betur en fólkið sem mætir eftir tvo bjóra.“ Þær sammælast um að hátíðin grundvallist svolítið í því að fólk rölti um bæinn og rambi inn á tónlistarmenn sem það hefur aldrei séð áður. Þannig geti maður uppgötvað eitthvað stórt. „Við erum rosa mikið að flakka á milli og við erum að reyna að fara á litlu böndin sem við höfum ekki séð áður. Eins og vinkona okkar fór á Florence and the Machine áður en hún varð fræg af því að hún kom á Airwaves, þetta er smá svoleiðis að þú færð svo mikið meira úr því að elta litlu böndin,“ segir Oddrún. „Þegar það kemur að þessu stóra sem þú ert búinn að bíða eftir þá er röðin hringinn í kring um húsið þannig að það er oft skemmtilegra að fara þá inn á minni tónleikastaði og finna eitthvað þar. Það er upplifun hátíðarinnar,“ bætir Alda Júlía við. Þær telja þó jákvætt að ekki sé mikið um vel þekkta tónlistarmenn á hátíðinni. Áhersla hátíðarinnar til að byrja með hafi verið að ef tónlistarmenn hafi komið fram fengju þeir ekki afturkvæmt, það hafi þó breyst í seinni tíð, t.a.m. með endurkomu Of Monsters and Men. „Sena breytti því strax. Það var ákveðinn partur af þessu og mér finnst það svolítið leiðinlegt,“ segir Alda. „Of Monsters and Men eru auðvitað æðisleg en það er leiðinlegt að þeir séu að endurtaka sig,“ segir Oddný og grípur fram í fyrir systur sinni. „Reglan var alltaf sú að þú spilaðir bara einu sinni á Airwaves, allavega fyrir erlend bönd.“ „Vissulega eru Of Monsters and Men íslensk...“ segir Alda. „Heyrðu, ég tek þetta allt til baka!“
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00