Gaman að rugla í rútínunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 09:48 Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti níu lönd fyrir nýja þáttaröð af Hvar er best að búa? Aðsend mynd „Við skulum ekki gleyma því að við búum í aldeilis ljómandi góðu þjóðfélagi og höfum það ansi gott. En það er gaman að rugla í rútínunni og prófa að stökkva út úr þægindarammanum,“ segir Lóa Pind Aldísardóttir í samtali við Vísi. Á sunnudaginn hefjast sýningar á þáttunum Hvar er best að búa? í hennar umsjón en þáttaröðin var tekin upp á átta mánaða tímabili, heimsótt voru níu lönd í nokkrum ferðum. „Þetta er sería tvö og í fyrri seríunni tókum við alla sjö þætti upp í nánast einni lotu. Við vorum eiginlega aðframkomin eftir þá tökulotu, þannig að ég ákvað að klippa þetta niður núna í nokkrar ferðir til að við næðum að anda aðeins á milli ferða.Ég heimsótti 9 lönd í fjórum heimsálfum fyrir þessa þáttaröð, í Evrópu, Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Nánar tiltekið heimsóttum við Austurríki, Marokkó, Kosta Ríka, Svíþjóð, England, Frakkland, Spán, Kýpur og Balí.“Mega ekki vinna Lóa Pind segir í samtali við Vísi að viðmælendurnir séu alls konar fólk, á ýmsum aldri að fást við ólíka hluti. „Ef ég stikla á stóru þá heimsóttum við hugmyndarík hjón sem ætla að opna veitingastað í Kosta ríka, fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, kvikmyndatökumann og þróunarstýru hjá Spotify í Svíþjóð, flugvirkja og markþjálfa í Englandi. Unga konu sem gerðist múslimi í Marokkó, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.“ Aðeins þröngt að athafna sig þegar verið er að mynda húsbílafólkúr einkasafniLóa segir að það hafi verið ótrúlega áhugavert að kynnast öllu þessu fólki og lífi þeirra. „Það var til dæmis magnað að kynnast fjölskyldunni sem við heimsóttum í Marokkó. Þar fylgdumst við með ungri íslenskri konu og marokkóskum eiginmanni hennar, sem eiga fjögur börn þriggja ára og yngri, sem sagt tvenna tvíbura. Þau voru nýbúin að opna kaffihús þegar við heimsóttum þau og búa auk þess öll sex í pínulítilli íbúð. Mér fannst ótrúlega gaman að fylgjast með lífi þeirra og kynnast framkvæmdagleðinni, ferðaþránni og lífsviðhorfi þeirra og draumum. Húsmóðirin, sem er tæplega þrítug íslensk kona, gerðist múslimi þegar hún var rúmlega tvítug, og það var áhugavert að heyra hvernig hún upplifir trúarbrögðin og lífið í Marokkó. Sömuleiðis var gaman að fylgjast með því hvernig fjölskyldan í Kosta Ríka var með alla anga úti við að reyna að finna leiðir til að afla sér lífsviðurværis í landi þar sem þau mega ekki vinna, og svo var magnað að kynnast hjónunum sem hafa sest að í húsbílnum sem þau innréttuðu sjálf. Lóa að mynda fjölskylduna á brimbretti í Kosta Ríka.Kostir og gallar við alla Það sem einkennir Íslendinga sem velja að flytja erlendis er að það er fólk sem er almennt forvitið um heiminn og aðra og einnig opið fyrir alls konar hugmyndum. „Það sem einkennir held ég fólk yfirhöfuð sem ákveður að stíga það skref að flytja burt úr örygginu í óvissuna, fólk sem rífur sig og fjölskylduna út úr rútínu til að freista gæfunnar í nýju landi er að þetta er framtakssamt fólk sem er tilbúið til að leggja ýmislegt á sig.“ Lóa gæti sjálf hugsað sér að búa á öllum þessum stöðum sem hún heimsótti fyrir þessa þáttaröð.„En það eru kostir og gallar við þá alla, Balí er gullfalleg en rosa langt í burtu, Kosta Ríka er líka gullfalleg, ég er mjög skotin í breskri menningu, Svíþjóð dásamlega fjölskylduvæn, hlýlegt andrúmsloft og barnvænt í Marokkó, fallegt og framandi á Kýpur. Og svo framvegis.“Úr einkasafniEn hvert myndir þú sjálf flytja ef þú ætlaðir að búa erlendis? „Ég var einmitt bara í gær að gúgla „fegursta land í heimi þar sem töluð er spænska.“ Held að Úrúgvæ hafi ratað ofarlega á lista. Það hljómar spennandi. Annars er ég voða skotin í Andalúsíu á Spáni. Ég elska hita, sól, logn og dauðlangar að verða flugmælt á spænsku, þannig að ef ég finn rétta landið sem tikkar í þessi box og get sannfært aðra í fjölskyldunni um að koma með og finn leið til að framfleyta okkur, þá myndi ég stökkva til. En ég kæmi alltaf aftur. Ísland er gott.“úr einkasafniSíðasta tökuferðin fyrir þættina var núna í október og var sú ferð örlítið frábrugðin hinum. „Það var náttúrlega algjör dásemd að hafa þau Önnu Margréti Sigurðardóttur, eiginkonu Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns og Jónas Valdimarsson, manninn minn, með í síðustu ferðina til Balí. Mér fannst eiginlega ekki annað hægt en að nýta þá tökuferð til að taka smá frí í leiðinni, fyrst maður var nú að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að komast á staðinn. Og nóg er ég nú búin að stela honum Agli frá fjölskyldulífinu sínu í gegnum tíðina, hún Anna átti það svo sannarlega inni að koma með í eina ferðina.“Jónas Valdimarsson, Lóa Pind Aldísardóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir og Egill Aðalssteinsson á Balí.Mynd/Lóa PindAldrei kynnst slíkri kurteisi Lóa segir að þetta ferli hafi verið einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir hana sjálfa. „Ég hef lært það að fólk er yfirleitt hamingjusamt ánægt með líf sitt, þar sem það hefur ákveðið að koma sér fyrir, hvar svo sem það er. Auk þess held ég að fólk sem hefur drif til að flytja sig úr heimahögunum, sé almennt fólk sem á gott með að sjá kostina í nýju samfélagi. Svo hristir það dálítið upp í manni að kynnast fólki sem hefur kosið allt annan lífsstíl en maður er sjálfur í. Maður hefur gott af því að krukka aðeins í viðteknum hugmyndum í hausnum á manni um hvernig gott líf er. Og í þessari þáttaröð þá eru nokkrir viðmælendur sem hafa markvisst ákveðið að fara út úr hefðbundinni níu til fimm rútínunni og líta lífið öðrum augum en við flest.“úr einkasafniHún segir að Balí hafi komið sér mest á óvart. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins kurteisi og brosmildi og blómaskrúði og skrauti og fegurð í öllum smáatriðum eins og á Balí. Við pöntuðum okkur morgunkaffi og það kom blóm með á undirskálinni. Fagurskreyttar litlar fórnir til guðanna liggja um allar trissur, úti á gangstétt, í innkeyrslunni, á malbikinu, með kannski eilítið ritzkex, smá sælgætismola, hrísgrjónahaug, blómum og sígarettu. Eftir tökurnar þá flökkuðum við Jónas, maðurinn minn, aðeins um eyjuna, gistum meðal annars á hóteli þar sem manni leið eins og konungbornum. Hver einasti starfsmaður brosti blítt í hverju skrefi, bakkaði í burtu ef maður mætti þeim. Það tók held ég um það bil klukkutíma að tékka okkur inn því það þurfti að segja okkur svo ítarlega frá öllu því sem þarna væri til að létta okkur lífið. Einnig kenna okkur á slökkvarann, sjónvarpsfjarstýringuna og svo framvegis. En pínu skondið. Við höfðum ekki hitt einn einasta Íslending, fyrir utan fjölskylduna sem við vorum að mynda, á Balí. Svo vorum við á þessu dýrlega litla 11 herbergja hóteli, í agnarlitlu þorpi umkringt hrísgrjónaökrum, blaðrandi á íslensku í dásamlegri lauginni þegar maður kemur gangandi og lætur okkur vinsamlega vita að það séu fleiri Íslendingar í lauginni. Við reyndumst vera fimm Íslendingar á staðnum.“ Hvar er best að búa? Viðtal Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Við skulum ekki gleyma því að við búum í aldeilis ljómandi góðu þjóðfélagi og höfum það ansi gott. En það er gaman að rugla í rútínunni og prófa að stökkva út úr þægindarammanum,“ segir Lóa Pind Aldísardóttir í samtali við Vísi. Á sunnudaginn hefjast sýningar á þáttunum Hvar er best að búa? í hennar umsjón en þáttaröðin var tekin upp á átta mánaða tímabili, heimsótt voru níu lönd í nokkrum ferðum. „Þetta er sería tvö og í fyrri seríunni tókum við alla sjö þætti upp í nánast einni lotu. Við vorum eiginlega aðframkomin eftir þá tökulotu, þannig að ég ákvað að klippa þetta niður núna í nokkrar ferðir til að við næðum að anda aðeins á milli ferða.Ég heimsótti 9 lönd í fjórum heimsálfum fyrir þessa þáttaröð, í Evrópu, Mið-Ameríku, Asíu og Afríku. Nánar tiltekið heimsóttum við Austurríki, Marokkó, Kosta Ríka, Svíþjóð, England, Frakkland, Spán, Kýpur og Balí.“Mega ekki vinna Lóa Pind segir í samtali við Vísi að viðmælendurnir séu alls konar fólk, á ýmsum aldri að fást við ólíka hluti. „Ef ég stikla á stóru þá heimsóttum við hugmyndarík hjón sem ætla að opna veitingastað í Kosta ríka, fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, kvikmyndatökumann og þróunarstýru hjá Spotify í Svíþjóð, flugvirkja og markþjálfa í Englandi. Unga konu sem gerðist múslimi í Marokkó, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.“ Aðeins þröngt að athafna sig þegar verið er að mynda húsbílafólkúr einkasafniLóa segir að það hafi verið ótrúlega áhugavert að kynnast öllu þessu fólki og lífi þeirra. „Það var til dæmis magnað að kynnast fjölskyldunni sem við heimsóttum í Marokkó. Þar fylgdumst við með ungri íslenskri konu og marokkóskum eiginmanni hennar, sem eiga fjögur börn þriggja ára og yngri, sem sagt tvenna tvíbura. Þau voru nýbúin að opna kaffihús þegar við heimsóttum þau og búa auk þess öll sex í pínulítilli íbúð. Mér fannst ótrúlega gaman að fylgjast með lífi þeirra og kynnast framkvæmdagleðinni, ferðaþránni og lífsviðhorfi þeirra og draumum. Húsmóðirin, sem er tæplega þrítug íslensk kona, gerðist múslimi þegar hún var rúmlega tvítug, og það var áhugavert að heyra hvernig hún upplifir trúarbrögðin og lífið í Marokkó. Sömuleiðis var gaman að fylgjast með því hvernig fjölskyldan í Kosta Ríka var með alla anga úti við að reyna að finna leiðir til að afla sér lífsviðurværis í landi þar sem þau mega ekki vinna, og svo var magnað að kynnast hjónunum sem hafa sest að í húsbílnum sem þau innréttuðu sjálf. Lóa að mynda fjölskylduna á brimbretti í Kosta Ríka.Kostir og gallar við alla Það sem einkennir Íslendinga sem velja að flytja erlendis er að það er fólk sem er almennt forvitið um heiminn og aðra og einnig opið fyrir alls konar hugmyndum. „Það sem einkennir held ég fólk yfirhöfuð sem ákveður að stíga það skref að flytja burt úr örygginu í óvissuna, fólk sem rífur sig og fjölskylduna út úr rútínu til að freista gæfunnar í nýju landi er að þetta er framtakssamt fólk sem er tilbúið til að leggja ýmislegt á sig.“ Lóa gæti sjálf hugsað sér að búa á öllum þessum stöðum sem hún heimsótti fyrir þessa þáttaröð.„En það eru kostir og gallar við þá alla, Balí er gullfalleg en rosa langt í burtu, Kosta Ríka er líka gullfalleg, ég er mjög skotin í breskri menningu, Svíþjóð dásamlega fjölskylduvæn, hlýlegt andrúmsloft og barnvænt í Marokkó, fallegt og framandi á Kýpur. Og svo framvegis.“Úr einkasafniEn hvert myndir þú sjálf flytja ef þú ætlaðir að búa erlendis? „Ég var einmitt bara í gær að gúgla „fegursta land í heimi þar sem töluð er spænska.“ Held að Úrúgvæ hafi ratað ofarlega á lista. Það hljómar spennandi. Annars er ég voða skotin í Andalúsíu á Spáni. Ég elska hita, sól, logn og dauðlangar að verða flugmælt á spænsku, þannig að ef ég finn rétta landið sem tikkar í þessi box og get sannfært aðra í fjölskyldunni um að koma með og finn leið til að framfleyta okkur, þá myndi ég stökkva til. En ég kæmi alltaf aftur. Ísland er gott.“úr einkasafniSíðasta tökuferðin fyrir þættina var núna í október og var sú ferð örlítið frábrugðin hinum. „Það var náttúrlega algjör dásemd að hafa þau Önnu Margréti Sigurðardóttur, eiginkonu Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns og Jónas Valdimarsson, manninn minn, með í síðustu ferðina til Balí. Mér fannst eiginlega ekki annað hægt en að nýta þá tökuferð til að taka smá frí í leiðinni, fyrst maður var nú að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að komast á staðinn. Og nóg er ég nú búin að stela honum Agli frá fjölskyldulífinu sínu í gegnum tíðina, hún Anna átti það svo sannarlega inni að koma með í eina ferðina.“Jónas Valdimarsson, Lóa Pind Aldísardóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir og Egill Aðalssteinsson á Balí.Mynd/Lóa PindAldrei kynnst slíkri kurteisi Lóa segir að þetta ferli hafi verið einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir hana sjálfa. „Ég hef lært það að fólk er yfirleitt hamingjusamt ánægt með líf sitt, þar sem það hefur ákveðið að koma sér fyrir, hvar svo sem það er. Auk þess held ég að fólk sem hefur drif til að flytja sig úr heimahögunum, sé almennt fólk sem á gott með að sjá kostina í nýju samfélagi. Svo hristir það dálítið upp í manni að kynnast fólki sem hefur kosið allt annan lífsstíl en maður er sjálfur í. Maður hefur gott af því að krukka aðeins í viðteknum hugmyndum í hausnum á manni um hvernig gott líf er. Og í þessari þáttaröð þá eru nokkrir viðmælendur sem hafa markvisst ákveðið að fara út úr hefðbundinni níu til fimm rútínunni og líta lífið öðrum augum en við flest.“úr einkasafniHún segir að Balí hafi komið sér mest á óvart. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins kurteisi og brosmildi og blómaskrúði og skrauti og fegurð í öllum smáatriðum eins og á Balí. Við pöntuðum okkur morgunkaffi og það kom blóm með á undirskálinni. Fagurskreyttar litlar fórnir til guðanna liggja um allar trissur, úti á gangstétt, í innkeyrslunni, á malbikinu, með kannski eilítið ritzkex, smá sælgætismola, hrísgrjónahaug, blómum og sígarettu. Eftir tökurnar þá flökkuðum við Jónas, maðurinn minn, aðeins um eyjuna, gistum meðal annars á hóteli þar sem manni leið eins og konungbornum. Hver einasti starfsmaður brosti blítt í hverju skrefi, bakkaði í burtu ef maður mætti þeim. Það tók held ég um það bil klukkutíma að tékka okkur inn því það þurfti að segja okkur svo ítarlega frá öllu því sem þarna væri til að létta okkur lífið. Einnig kenna okkur á slökkvarann, sjónvarpsfjarstýringuna og svo framvegis. En pínu skondið. Við höfðum ekki hitt einn einasta Íslending, fyrir utan fjölskylduna sem við vorum að mynda, á Balí. Svo vorum við á þessu dýrlega litla 11 herbergja hóteli, í agnarlitlu þorpi umkringt hrísgrjónaökrum, blaðrandi á íslensku í dásamlegri lauginni þegar maður kemur gangandi og lætur okkur vinsamlega vita að það séu fleiri Íslendingar í lauginni. Við reyndumst vera fimm Íslendingar á staðnum.“
Hvar er best að búa? Viðtal Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira