Báturinn sem strandaði á Rifstanga á leið til Raufarhafnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:23 Frá strandstað á Rifstungu. landsbjörg Uppfært kl. 08:59 með eftirfarandi tilkynningu frá Landhelgisgæslunni: Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að línubátur væri strandaður við Rifstanga á Melrakkasléttu. Tveir voru um borð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út sem og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn auk sjóbjörgunarsveita á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru bátar sem voru í grenndinni einnig beðinn um að halda á vettvang. Rúmri klukkustund eftir strandið tókst björgunarskipinu Gunnbjörgu að draga línubátinn af strandstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð sem og aðrar bjargir. Línubáturinn er nú á leið til Raufarhafnar. Björgunarsveitir af Norðausturlandi, björgunarbáturinn Gunnbjörg frá Raufarhöfn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á sjötta tímanum í morgun vegna báts sem hafði strandað á Rifstanga, um 100 metra frá fjörunni. Tanginn er nyrst á Melrakkasléttu. Fyrst var greint frá málinu á vef Morgunblaðsins. Tveir menn eru um borð í bátnum að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, og komu fyrstu aðilar á vettvang upp úr klukkan 07:45. Annars vegar voru það björgunarsveitarmenn frá Raufarhöfn og hins vegar fiskveiðibáturinn Geir. Þá er björgunarbáturinn Gunnbjörg kominn á staðinn en þyrlu Landhelgisgæsluna sem lagði af stað úr Reykjavík var snúið við. Alltaf er hætta á ferðum þegar bátur strandar en að sögn Davíðs Más er mesta hættan nú yfirstaðin. Um klukkan 08:30 tókst björgunarskipinu að draga bátinn á flot en talið er að ekki sé kominn leki að bátnum. Því verður það athugað hvort báturinn geti siglt til heimahafnar á eigin vélarafli og verður honum þá fylgt af björgunarskipinu en ef það gengur ekki mun björgunarskipið draga bátinn til hafnar. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Norðurþing Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Uppfært kl. 08:59 með eftirfarandi tilkynningu frá Landhelgisgæslunni: Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að línubátur væri strandaður við Rifstanga á Melrakkasléttu. Tveir voru um borð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út sem og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn auk sjóbjörgunarsveita á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru bátar sem voru í grenndinni einnig beðinn um að halda á vettvang. Rúmri klukkustund eftir strandið tókst björgunarskipinu Gunnbjörgu að draga línubátinn af strandstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð sem og aðrar bjargir. Línubáturinn er nú á leið til Raufarhafnar. Björgunarsveitir af Norðausturlandi, björgunarbáturinn Gunnbjörg frá Raufarhöfn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út á sjötta tímanum í morgun vegna báts sem hafði strandað á Rifstanga, um 100 metra frá fjörunni. Tanginn er nyrst á Melrakkasléttu. Fyrst var greint frá málinu á vef Morgunblaðsins. Tveir menn eru um borð í bátnum að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, og komu fyrstu aðilar á vettvang upp úr klukkan 07:45. Annars vegar voru það björgunarsveitarmenn frá Raufarhöfn og hins vegar fiskveiðibáturinn Geir. Þá er björgunarbáturinn Gunnbjörg kominn á staðinn en þyrlu Landhelgisgæsluna sem lagði af stað úr Reykjavík var snúið við. Alltaf er hætta á ferðum þegar bátur strandar en að sögn Davíðs Más er mesta hættan nú yfirstaðin. Um klukkan 08:30 tókst björgunarskipinu að draga bátinn á flot en talið er að ekki sé kominn leki að bátnum. Því verður það athugað hvort báturinn geti siglt til heimahafnar á eigin vélarafli og verður honum þá fylgt af björgunarskipinu en ef það gengur ekki mun björgunarskipið draga bátinn til hafnar.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Norðurþing Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira