Íbúar hafa fundað um framkvæmdir Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. nóvember 2019 08:15 Íbúar eru ósáttir við að umferð færist nær húsunum þeirra. vísir/arnar Grenndarkynning vegna framkvæmda við frárein á Bústaðavegi þar sem ekið er inn á Kringlumýrarbraut til suðurs er nú hafin. Íbúar hafa frest til 2. desember næstkomandi til að gera athugasemdir við framkvæmdirnar sem voru þegar hafnar þegar framkvæmdaleyfið var afturkallað. Það gerðist í kjölfar kæru íbúa í Birkihlíð en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taldi að grenndarkynning hefði átt að fara fram áður en leyfið var gefið út. Harri Ormarsson, lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði, býst við að reynt verði að hraða málinu eins og kostur er. Umhverfis- og skipulagsráð mun fjalla um þær athugasemdir sem berast og gæti það ferli mögulega tekið tvær til þrjár vikur til viðbótar. Á fundi ráðsins í fyrradag lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn þar sem óskað er upplýsinga um hvers vegna framkvæmdaleyfi hafi verið veitt án þess að grenndarkynning færi fram. Enn fremur óska þeir eftir upplýsingum um það hvernig borgin muni bregðast við stöðunni sem upp er komin. Viðar Friðriksson, íbúi í Birkihlíð, var einn þeirra sem kærðu borgina til úrskurðarnefndarinnar. Hann segir að íbúar haf i þegar hist á fundi til að fara yfir málið. „Við reiknum með að það verði hlustað á okkar sjónarmið. Það er nú verið að vinna úr þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum,“ segir Viðar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða gátskildir, eða varúðarmerki, sem sett hafa verið upp meðfram nýrri frárein þar áfram þangað til nýtt framkvæmdaleyfi liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Grenndarkynning vegna framkvæmda við frárein á Bústaðavegi þar sem ekið er inn á Kringlumýrarbraut til suðurs er nú hafin. Íbúar hafa frest til 2. desember næstkomandi til að gera athugasemdir við framkvæmdirnar sem voru þegar hafnar þegar framkvæmdaleyfið var afturkallað. Það gerðist í kjölfar kæru íbúa í Birkihlíð en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taldi að grenndarkynning hefði átt að fara fram áður en leyfið var gefið út. Harri Ormarsson, lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði, býst við að reynt verði að hraða málinu eins og kostur er. Umhverfis- og skipulagsráð mun fjalla um þær athugasemdir sem berast og gæti það ferli mögulega tekið tvær til þrjár vikur til viðbótar. Á fundi ráðsins í fyrradag lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn þar sem óskað er upplýsinga um hvers vegna framkvæmdaleyfi hafi verið veitt án þess að grenndarkynning færi fram. Enn fremur óska þeir eftir upplýsingum um það hvernig borgin muni bregðast við stöðunni sem upp er komin. Viðar Friðriksson, íbúi í Birkihlíð, var einn þeirra sem kærðu borgina til úrskurðarnefndarinnar. Hann segir að íbúar haf i þegar hist á fundi til að fara yfir málið. „Við reiknum með að það verði hlustað á okkar sjónarmið. Það er nú verið að vinna úr þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum,“ segir Viðar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða gátskildir, eða varúðarmerki, sem sett hafa verið upp meðfram nýrri frárein þar áfram þangað til nýtt framkvæmdaleyfi liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira