Andre Gomes gæti spilað aftur fyrir Everton á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 09:00 Andre Gomes liggur sárþjáður í grasinu en liðsfélagar hans reyna að hjálpa honum. Getty/Robbie Jay Barratt Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, segir að portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes eigi möguleika á því að spila aftur með liðinu á þessu tímabili. Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi og þær senur voru svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma. Andre Gomes fór í aðgerð en ökklinn fór úr lið. Aðgerðin heppnaðist vel og hann er nú kominn til síns heima.Marco Silva says it is ‘possible’ for André Gomes to play again this season | By @AHunterGuardianhttps://t.co/TI3H9jSdUN — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2019 „Allt gekk mjög vel hjá honum og við vonumst til þess að hann spili aftur á þessu tímabili,“ sagði Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton. „Við sáum öll hvað gerðist og þetta leit út fyrir að vera mjög alvarleg meiðsli. Auðvitað getum við ekki verið hundrað prósent örugg með að hann verði klár en þetta lítur vel út í dag,“ sagði Marco Silva. Son Heung-min, framherji Tottenham, fékk rautt spjald fyrir brotið á Andre Gomes en það rauða spjald var seinna afturkallað eftir áfrýjun frá Tottenham. Son fékk mikla samúð eftir að hafa brotnað niður eftir brotið en knattspyrnustjóri Everton vill minna menn á það hver var fórnarlambið. „Auðvitað var þetta mun erfiðara fyrir Andre heldur en alla aðra á vellinum. Þetta var langverst fyrir Andre en auðvitað var þetta líka erfitt fyrir þá Son og Aurier,“ sagði Marco Silva.Everton manager Marco Silva says André Gomes will 'become a stronger player and man' after horror injury against Spurs pic.twitter.com/2t3cn64vmt — SPORTbible (@sportbible) November 4, 2019 „Nú snýst þetta um það hjá okkur að átta okkur á aðstæðum og það sem er mikilvægast er að bjóða Andre allan þann stuðning sem hann þarf á að halda.,“ sagði Silva. „Þetta var samt hörð tækling. Ég var samt sá fyrsti til að tala um það eftir leikinn að Son ætlaði sér ekki að meiða hann,“ sagði Silva. Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, segir að portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes eigi möguleika á því að spila aftur með liðinu á þessu tímabili. Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi og þær senur voru svo sannarlega ekki fyrir viðkvæma. Andre Gomes fór í aðgerð en ökklinn fór úr lið. Aðgerðin heppnaðist vel og hann er nú kominn til síns heima.Marco Silva says it is ‘possible’ for André Gomes to play again this season | By @AHunterGuardianhttps://t.co/TI3H9jSdUN — Guardian sport (@guardian_sport) November 7, 2019 „Allt gekk mjög vel hjá honum og við vonumst til þess að hann spili aftur á þessu tímabili,“ sagði Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton. „Við sáum öll hvað gerðist og þetta leit út fyrir að vera mjög alvarleg meiðsli. Auðvitað getum við ekki verið hundrað prósent örugg með að hann verði klár en þetta lítur vel út í dag,“ sagði Marco Silva. Son Heung-min, framherji Tottenham, fékk rautt spjald fyrir brotið á Andre Gomes en það rauða spjald var seinna afturkallað eftir áfrýjun frá Tottenham. Son fékk mikla samúð eftir að hafa brotnað niður eftir brotið en knattspyrnustjóri Everton vill minna menn á það hver var fórnarlambið. „Auðvitað var þetta mun erfiðara fyrir Andre heldur en alla aðra á vellinum. Þetta var langverst fyrir Andre en auðvitað var þetta líka erfitt fyrir þá Son og Aurier,“ sagði Marco Silva.Everton manager Marco Silva says André Gomes will 'become a stronger player and man' after horror injury against Spurs pic.twitter.com/2t3cn64vmt — SPORTbible (@sportbible) November 4, 2019 „Nú snýst þetta um það hjá okkur að átta okkur á aðstæðum og það sem er mikilvægast er að bjóða Andre allan þann stuðning sem hann þarf á að halda.,“ sagði Silva. „Þetta var samt hörð tækling. Ég var samt sá fyrsti til að tala um það eftir leikinn að Son ætlaði sér ekki að meiða hann,“ sagði Silva.
Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira