Gylfi um setuna á bekknum: Ég er ekkert öðruvísi en aðrir leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 13. nóvember 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Ham sem hann skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Getty/Jan Kruger Gylfi Þór Sigurðsson var búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Everton í síðasta mánuði en kom aftur inn í síðasta leik. „Það var kominn tími til að komast aftur í byrjunarliðið og það var frábært fyrir okkur að hafa unnið. Þetta er ekki búið að vera neitt sérstakt tímabil hjá okkur en á einhvern óskiljanlegan hátt þá eru bara þrjú stig í fimmta sætið. Það er mjög skrítið en sýnir að deildin er rosalega jöfn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. „Við gerðum jafntefli við Tottenham og unnum um síðustu helgi þannig að næsti leikur sem er heima á móti Norwich verður mjög mikilvægur,“ sagði Gylfi. Hann neitar því ekkert að hafa verið ósáttur með það vera kominn á bekkinn og það í nokkrum leikjum í röð. „Ég vil spila alla leiki og ég er ekkert öðruvísi en aðrir leikmenn. Ég vil bara spila og sérstaklega þegar maður er orðinn 30 ára og maður á ekki einhver tíu til fimmtán ár eftir. Þá viltu nýta tímann vel og vera í byrjunarliðinu,“ sagði Gylfi. Hann kom inn á sem varamaður þegar André Gomes meiddist og byrjaði síðan næsta leik á eftir. Þá var Gylfi líka kominn með fyrirliðabandið. „Það er stutt á milli í þessu en auðvitað eru nokkur meiðsli hjá okkur og þá er mikilvægt að við náðum að vinna leikinn. Það var gríðarlega mikilvægur leikur á móti Southampton sem eru búnir að ströggla svolítið. Vonandi náum við góðum úrslitum næst og komumst á smá skrið fyrir jól,“ sagði Gylfi. Áður en kemur að þessum leikjum með Everton mun Gylfi reyna að hjálpa íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020. Sá fyrri er á móti Tyrklandi í Istanbul annað kvöld. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Everton í síðasta mánuði en kom aftur inn í síðasta leik. „Það var kominn tími til að komast aftur í byrjunarliðið og það var frábært fyrir okkur að hafa unnið. Þetta er ekki búið að vera neitt sérstakt tímabil hjá okkur en á einhvern óskiljanlegan hátt þá eru bara þrjú stig í fimmta sætið. Það er mjög skrítið en sýnir að deildin er rosalega jöfn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. „Við gerðum jafntefli við Tottenham og unnum um síðustu helgi þannig að næsti leikur sem er heima á móti Norwich verður mjög mikilvægur,“ sagði Gylfi. Hann neitar því ekkert að hafa verið ósáttur með það vera kominn á bekkinn og það í nokkrum leikjum í röð. „Ég vil spila alla leiki og ég er ekkert öðruvísi en aðrir leikmenn. Ég vil bara spila og sérstaklega þegar maður er orðinn 30 ára og maður á ekki einhver tíu til fimmtán ár eftir. Þá viltu nýta tímann vel og vera í byrjunarliðinu,“ sagði Gylfi. Hann kom inn á sem varamaður þegar André Gomes meiddist og byrjaði síðan næsta leik á eftir. Þá var Gylfi líka kominn með fyrirliðabandið. „Það er stutt á milli í þessu en auðvitað eru nokkur meiðsli hjá okkur og þá er mikilvægt að við náðum að vinna leikinn. Það var gríðarlega mikilvægur leikur á móti Southampton sem eru búnir að ströggla svolítið. Vonandi náum við góðum úrslitum næst og komumst á smá skrið fyrir jól,“ sagði Gylfi. Áður en kemur að þessum leikjum með Everton mun Gylfi reyna að hjálpa íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020. Sá fyrri er á móti Tyrklandi í Istanbul annað kvöld.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira