Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 17:45 Björgunarsveitarmenn sinna útkalli á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagskvöld. vísir/vilhelm Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira