Lífið

Stunginn í hálsinn á tökustað nýjustu kvikmyndar Anne Hathaway

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er vitað hvort Anne Hathaway hafi orðið vitni að árásinni.
Ekki er vitað hvort Anne Hathaway hafi orðið vitni að árásinni. Vísir/getty
Ráðist var á meðlim tökuliðs nýjustu kvikmyndar Anne Hathaway og hann stunginn í hálsinn í myndveri Warner Bros í Hertfordskíri á Englandi í dag.

Í frétt Variety er haft eftir lögreglu að fórnarlambið hafi verið flutt á sjúkrahús og árásarmaðurinn handtekinn. Talið er að mennirnir þekkist en rannsókn málsins heldur áfram.

Umrædd kvikmynd ber heitið The Witches, eða Nornirnar upp á íslensku, og er endurgerð af hinni sígildu kvikmynd um óhugnanlegar nornir, byggðri á samnefndri skáldsögu eftir Roald Dahl. Hathaway leikur aðalnornina í myndinni en Octavia Spencer og Chris Rock fara þar einnig með hlutverk.

Ekki er vitað hvort einhver úr leikaraliðinu varð vitni að árásinni en í frétt Daily Mail segir að slagsmál hafi brotist út á milli mannanna, sem báðir hafi starfað við myndina. Um hundrað meðlimir tökuliðsins hafi orðið vitni að slagsmálunum og fregnir af málinu kvisast út áður en lögreglu bar að garði.


Tengdar fréttir

Fékk sér lax í Reykjavík og hætti að vera vegan

Bandaríska leikkonan Anne Hathaway sagði skilið við veganisma eftir að hún bragðaði lax á veitingastað í Reykjavík er hún var stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Interstellar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.