Körfubolti

Hilmar Smári semur við Valencia

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Smári í leik með Haukum í vetur.
Hilmar Smári í leik með Haukum í vetur. vísir/bára
Hilmar Smári Henningsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við spænska stórliðið Valencia en hann staðfestir þetta við Morgunblaðið í kvöld.

Hilmar Smári fór á reynslu til Valencia í apríl og hefur heillað forráðamenn liðsins upp úr skónum en hann gengur til liðsins frá Haukum þar sem hann hefur leikið frá blautu barnsbeini.

Hilmar er einungis nítján ára gamall og skoraði fjórtán stig að meðaltali en hann hefur verið í öllum yngri landsliðum Íslands auk þess sem hann var í A-landsliðshópnum á Smáþjóðaleikunum á dögunum.

Valencia er stórlið á Spáni og vann meðal annras Euro Cup á dögunum er þeir höfðu betur gegn Alba Berlín. Með Alba leikur Martin Hermannsson.

Hilmar er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Valencia því meðal annars hafa þeir Tryggvi Snær Hlinason og Jón Arnór Stefánsson leikið með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×