Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 21:40 Frá lagningu Dettifossvegar um Ásheiði sumarið 2016. Séð norður til Kelduhverfis og Öxarfjarðar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni og er reiknað með verklokum eftir tvö ár. Sagt var frá tilboðunum í frétt Stöðvar 2. Gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra vegar myndi ljúka á nokkrum árum. Fyrsti áfanginn var frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi en með honum varð vesturbakkinn helsta aðkomuleið ferðamanna að fossinum í stað austurbakkans.Frá gerð fyrsta áfangans árið 2009, sem var 25 kílómetra kafli frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi. Herðubreið við sjóndeildarhringinn til vinstri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Framhald verksins lenti hins vegar reglulega í niðurskurði og sumarið 2016 var helmingur vegarins ennþá niðurgrafinn moldarslóði. Fyrir ferðaþjónustu í Norður-Þingeyjarsýslu var hálfur Dettifossvegur sagður verri en enginn en fleiri áfangar hafa síðan bæst við frá árinu 2014. Sjá nánar hér: Hálfur Dettifossvegur verri en enginn. Og núna er loksins komið að því að ljúka tengingunni norður í Ásbyrgi og einnig þeim köflum sem greiða leið ferðamanna að fleiri náttúruperlum í Jökulsárgljúfrum, eins og Hólmatungum, Vesturdal og Hljóðaklettum.Dettifossvegur er ennþá mjór, niðurgrafinn moldarslóði á löngum kafla milli Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dettifoss.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson.Tilboð í lokaáfangana hafa nú verið opnuð en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 850 milljónir króna. Aðeins bárust tvö tilboð; frá G. Hjálmarssyni á Akureyri upp á 902 milljónir króna, sex prósent yfir kostnaðaráætlun, og frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 987 milljónir króna, eða 16 prósent yfir áætlun.Tvö tilboð bárust í verkið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í verkinu felst að leggja burðarlag og klæðingu á 7,2 km kafla á Dettifossvegi ofan Vesturdals, sem byggður var upp í fyrra, og byggja nýjan 4,2 km langan veg neðan Vesturdals. Ennfremur að leggja þrjá nýja tengivegi út frá Dettifossvegi; 2,7 km langan veg niður í Hólmatungur, 1,6 km langan veg niður í Vesturdal og 1,5 km langan veg upp á Langavatnshöfða. Auk þess skal gera nokkra áningarstaði.Demantshringurinn svokallaði verður loksins boðlegur valkostur fyrir ferðamenn á venjulegum fólksbílum þegar uppbyggingu Dettifossvegar lýkur.Grafík/Vísir.Líklegt má telja að Vegagerðin gangi til viðræðna við lægstbjóðanda, G. Hjálmarsson, en verktakinn sá meðal annars um stærsta hluta jarðvinnu í kringum Þeistareykjavirkjun. Samkvæmt upplýsingum Hauks Jónssonar, deildarstjóra Vegagerðarinnar á Norðursvæði Vegagerðarinnar er reiknað með verklokum árið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni og er reiknað með verklokum eftir tvö ár. Sagt var frá tilboðunum í frétt Stöðvar 2. Gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra vegar myndi ljúka á nokkrum árum. Fyrsti áfanginn var frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi en með honum varð vesturbakkinn helsta aðkomuleið ferðamanna að fossinum í stað austurbakkans.Frá gerð fyrsta áfangans árið 2009, sem var 25 kílómetra kafli frá hringveginum um Mývatnsöræfi að Dettifossi. Herðubreið við sjóndeildarhringinn til vinstri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Framhald verksins lenti hins vegar reglulega í niðurskurði og sumarið 2016 var helmingur vegarins ennþá niðurgrafinn moldarslóði. Fyrir ferðaþjónustu í Norður-Þingeyjarsýslu var hálfur Dettifossvegur sagður verri en enginn en fleiri áfangar hafa síðan bæst við frá árinu 2014. Sjá nánar hér: Hálfur Dettifossvegur verri en enginn. Og núna er loksins komið að því að ljúka tengingunni norður í Ásbyrgi og einnig þeim köflum sem greiða leið ferðamanna að fleiri náttúruperlum í Jökulsárgljúfrum, eins og Hólmatungum, Vesturdal og Hljóðaklettum.Dettifossvegur er ennþá mjór, niðurgrafinn moldarslóði á löngum kafla milli Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dettifoss.Mynd/Friðrik Þór Halldórsson.Tilboð í lokaáfangana hafa nú verið opnuð en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 850 milljónir króna. Aðeins bárust tvö tilboð; frá G. Hjálmarssyni á Akureyri upp á 902 milljónir króna, sex prósent yfir kostnaðaráætlun, og frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 987 milljónir króna, eða 16 prósent yfir áætlun.Tvö tilboð bárust í verkið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í verkinu felst að leggja burðarlag og klæðingu á 7,2 km kafla á Dettifossvegi ofan Vesturdals, sem byggður var upp í fyrra, og byggja nýjan 4,2 km langan veg neðan Vesturdals. Ennfremur að leggja þrjá nýja tengivegi út frá Dettifossvegi; 2,7 km langan veg niður í Hólmatungur, 1,6 km langan veg niður í Vesturdal og 1,5 km langan veg upp á Langavatnshöfða. Auk þess skal gera nokkra áningarstaði.Demantshringurinn svokallaði verður loksins boðlegur valkostur fyrir ferðamenn á venjulegum fólksbílum þegar uppbyggingu Dettifossvegar lýkur.Grafík/Vísir.Líklegt má telja að Vegagerðin gangi til viðræðna við lægstbjóðanda, G. Hjálmarsson, en verktakinn sá meðal annars um stærsta hluta jarðvinnu í kringum Þeistareykjavirkjun. Samkvæmt upplýsingum Hauks Jónssonar, deildarstjóra Vegagerðarinnar á Norðursvæði Vegagerðarinnar er reiknað með verklokum árið 2021. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Niðurskurðarhnífur skar Dettifossveg Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár. 2. apríl 2015 09:00
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37
Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00