Luis Enrique hefur látið af störfum sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta af persónulegum ástæðum.
Robert Moreno, sem var aðstoðarmaður Enriques, tekur við spænska liðinu. Hann hefur stýrt því í síðustu þremur leikjum þess í fjarveru Enriques.
Moreno hefur starfað með Enrique alls staðar þar sem hann hefur þjálfað, m.a. hjá Barcelona.
Enrique tók við spænska liðinu eftir HM 2018 þar sem Spánn féll úr leik í 16-liða úrslitum.
Spánverjar komust ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar en eru með fullt hús stiga á toppi síns riðils í undankeppni EM 2020.
Fótbolti