Segir bændur og afurðastöðvar ekki taka mark á eigin kjötáróðri Ari Brynjólfsson skrifar 19. júní 2019 06:15 Búið er að úthluta um helmingi tollkvóta fyrir innflutning á kjöti. Nordicphotos/Getty Innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið úthlutað nærri helmingi alls tollkvóta fyrir innflutning á kjöti. Hlutfallið er tæpt 91 prósent í svínakjöti og tæp 60 prósent í alifuglakjöti. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þetta sýna að bændur og afurðastöðvar taki ekki mark á eigin áróðri.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Í orði eru þessi fyrirtæki og samtök þeirra að segja að það sé rosalega hættulegt að flytja inn kjöt frá löndum Evrópusambandsins. Hingað til hefur ekki verið gerður neinn greinarmunur á því hvaðan það kemur. Í verki hafa þau, rétt eins og aðrir innflytjendur, engar áhyggjur af heilsufarsáhrifum eða öðrum áhrifum þess innflutnings. Enda engin ástæða til,“ segir Ólafur Stephensen. Telur Ólafur að bændur og afurðastöðvar ættu að taka höndum saman við aðra innflytjendur til að tryggja matvælaöryggi og hagstætt rekstrarumhverfi í stað þess að halda uppi málflutningi um að óhindraður innflutningur auki hættu á sýklalyfjaónæmi. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sagði í við Fréttablaðið í maí að afurðastöðvar sem hann þekkti til flyttu inn heilnæmara kjöt en hægt væri að fá annars staðar innan ESB. Ólafur gefur lítið fyrir þetta. „Það er enginn munur á innflytjendum sem tilheyra íslenskum landbúnaði og öðrum þegar kemur að því.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. 13. júní 2019 13:30 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið úthlutað nærri helmingi alls tollkvóta fyrir innflutning á kjöti. Hlutfallið er tæpt 91 prósent í svínakjöti og tæp 60 prósent í alifuglakjöti. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þetta sýna að bændur og afurðastöðvar taki ekki mark á eigin áróðri.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Í orði eru þessi fyrirtæki og samtök þeirra að segja að það sé rosalega hættulegt að flytja inn kjöt frá löndum Evrópusambandsins. Hingað til hefur ekki verið gerður neinn greinarmunur á því hvaðan það kemur. Í verki hafa þau, rétt eins og aðrir innflytjendur, engar áhyggjur af heilsufarsáhrifum eða öðrum áhrifum þess innflutnings. Enda engin ástæða til,“ segir Ólafur Stephensen. Telur Ólafur að bændur og afurðastöðvar ættu að taka höndum saman við aðra innflytjendur til að tryggja matvælaöryggi og hagstætt rekstrarumhverfi í stað þess að halda uppi málflutningi um að óhindraður innflutningur auki hættu á sýklalyfjaónæmi. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sagði í við Fréttablaðið í maí að afurðastöðvar sem hann þekkti til flyttu inn heilnæmara kjöt en hægt væri að fá annars staðar innan ESB. Ólafur gefur lítið fyrir þetta. „Það er enginn munur á innflytjendum sem tilheyra íslenskum landbúnaði og öðrum þegar kemur að því.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. 13. júní 2019 13:30 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. 13. júní 2019 13:30
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11