David de Gea mun ekki spila stórleik Manchester United og Liverpool um helgina vegna meiðsla. Paul Pogba hefur heldur ekki náð heilsu.
Sky Sports greinir frá þessu í dag, en de Gea fór meiddur af velli í leik Spánverja og Svía í undankeppni EM 2020.
Hann meiddist á nára við að hreinsa boltann og var sárkvalinn.
Pogba hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur og var ekki í landsliðshópi Frakka fyrir leikina við Ísland og Tyrkland.
Leikur Manchester United og Liverpool fer fram á sunnudag en Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.

