Hvað gerðist? Bjarni Karlsson skrifar 16. október 2019 08:15 Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar