Trump tístir sem aldrei fyrr Davíð Stefánsson skrifar 16. október 2019 07:00 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27