Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2019 14:38 Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum. Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Óvíst er um afdrif tugi starfsmanna Bernhard en til stendur að bjóða mörgum þeirra vinnu að sögn forstjóra Öskju. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að áfram verði byggt á þeim grunni og þjónustu sem viðskiptavinir Bernard þekkja og eigendur Honda-bifreiða á Íslandi hafa notið. Askja áformar að reka Honda umboðið til viðbótar við aðra starfsemi sína, en fyrir er Askja umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz og Kia á Íslandi. Ráðgjafar í viðskiptunum voru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fyrir seljanda og KPMG og Advel lögmenn fyrir kaupanda. Bernhard hefur verið umboðsaðili Honda á Íslandi allt frá árinu 1962. Bernhard hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhard. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu en hins vegar séu kaupin í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum.Erfiður rekstur hjá Bernhard Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upphafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017. Fjallað var um reksturinn í Fréttablaðinu í október síðastliðnum. Fyrirtækið missti Peugeot-umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok 2017 en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok. Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu á árinu 2017 en þá jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu. Í dag eru um þrjátíu starfsmenn skráðir á heimasíðu Bernhard. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann vísaði á framkvæmdastjórann Gylfa Gunnarsson sem ekki hefur svarað skilaboðum.
Bílar Tengdar fréttir Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30 Mest lesið Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bernhard tapar 371 milljón Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. 10. október 2018 07:30