Íslenski boltinn

Jajalo sagður á leið norður

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jajalo í leik með Grindavík síðasta sumar
Jajalo í leik með Grindavík síðasta sumar vísir
Kristijan Jajalo er á leiðinni til KA þar sem hann hittir fyrir sinn gamla þjálfara Óla Stefán Flóventsson. Þetta segir Fótbolti.net í dag.

Jajalo varði mark Grindavíkur síðustu þrjú ár en yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil.

Nú er hann sagður á leið norður og mun þar fylla skarð Cristian Martinez sem yfirgaf KA í haust.

Hjá KA eru fyrir tveir ungir markverðir, þeir Aron Elí Gíslason og Aron Dagur Birnuson. Aron Elí varði mark KA seinni hluta síðasta tímabils og þótti standa sig vel.

Óli Stefán hefur sagt í vetur að hann ætli að gefa ungu strákunum tækifærið en ef þetta gengur eftir verður Jajalo líklega aðalmarkvörður KA.

KA hefur leik í Pepsi Max deildinni á laugardaginn gegn ÍA í leik sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×