Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 8. desember 2019 18:21 Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30
Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57