Bananaátið væri ekki í frásögur færandi nema hvað bananinn sem um ræðir var hluti listaverksins Comedian eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan sem keypt var fyrir 120 þúsund dali eða um 14,6 milljónir króna.
Verkið sem samanstendur af ofþroskuðum banana festum á vegg með límbandi var til sýnis þegar Datuna, sem kallaði sig „Svanga listamanninn“ reif bananann niður, tók af honum hýðið og lagði hann sér til munns.
Mikið ósætti skapaðist með gjörning Datuna en banananum var snögglega skipt út og enginn skaði skeður.
Datuna deildi myndbandi af máltíðinni á Instagram-síðu sína. Skrifaði hann þar: „Ég er mjög hrifinn af list Cattelan og sérstaklega þessari innsetningu. Hún var mjög ljúffeng.“
Lögregla var að endingu kölluð til til þess að gæta bananas sem í stað hins étna var kominn.