Hyggja á kappræður á Ólympíuvellinum í Kænugarði Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2019 23:45 Volodymyr Zelensky er 41 árs gamall. Getty Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hefur samþykkt að taka þátt í kappræðum við andstæðing sinn í síðari umferð forsetakosninganna, grínistann Volodymyr Zelensky. Til stendur að kappræðurnar fari fram á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði.Breska ríkisútvarpið segir frá því að enn hafi ekki verið gefin út dagsetning hvenær kappræðurnar fari fram. Þar segir ennfremur að forsetinn Pórósjenkó hafi einnig samþykkt að gangast undir fíkniefna- og áfengispróf á morgun, föstudag. Zelensky fékk rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna og Pórósjenkó um sextán prósent. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferðinni er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni, það er Zelensky og Pórósjenkó.Völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.Wikipedia commonsZelensky hefur ennfremur kallað eftir því að forsætisráðherrann fyrrverandi Júlía Tymósjenkó, sem sjálf var þriðja í forsetakosningunum, stýri kappræðunum. Hvorki Pórósjenkó né Tymósjenkó hafa brugðist við þeirri tillögu Zelensky Zelensky hefur litla pólitíska reynslu, en athygli hefur vakið að hann hefur farið með hlutverk Úkraínuforseta í vinsælli gamanþáttaröð þar í landi síðustu ár. Er söguþráðurinn á þá leið að venjulegur borgari sigrar forsetakosningar með því að heita því að berjast gegn spillingu í landinu. Má því segja að lífið hermi eftir listinni í þessu tilviki þar sem barátta gegn spillingu hefur verið helsta kosningaloforð Zelensky. Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hefur samþykkt að taka þátt í kappræðum við andstæðing sinn í síðari umferð forsetakosninganna, grínistann Volodymyr Zelensky. Til stendur að kappræðurnar fari fram á sjálfum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði.Breska ríkisútvarpið segir frá því að enn hafi ekki verið gefin út dagsetning hvenær kappræðurnar fari fram. Þar segir ennfremur að forsetinn Pórósjenkó hafi einnig samþykkt að gangast undir fíkniefna- og áfengispróf á morgun, föstudag. Zelensky fékk rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna og Pórósjenkó um sextán prósent. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta atkvæða í fyrri umferðinni er kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni, það er Zelensky og Pórósjenkó.Völlurinn tekur um 70 þúsund manns í sæti.Wikipedia commonsZelensky hefur ennfremur kallað eftir því að forsætisráðherrann fyrrverandi Júlía Tymósjenkó, sem sjálf var þriðja í forsetakosningunum, stýri kappræðunum. Hvorki Pórósjenkó né Tymósjenkó hafa brugðist við þeirri tillögu Zelensky Zelensky hefur litla pólitíska reynslu, en athygli hefur vakið að hann hefur farið með hlutverk Úkraínuforseta í vinsælli gamanþáttaröð þar í landi síðustu ár. Er söguþráðurinn á þá leið að venjulegur borgari sigrar forsetakosningar með því að heita því að berjast gegn spillingu í landinu. Má því segja að lífið hermi eftir listinni í þessu tilviki þar sem barátta gegn spillingu hefur verið helsta kosningaloforð Zelensky.
Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40
Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00