Már telur ákvæðið byggja á misskilningi og ekki þjóna hag launþega Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. apríl 2019 18:00 Már Guðmundsson segist fagna því að skrifað hafi verið undir kjarasamninga. vísir/vilhelm Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. Segir hann það ganga gegn hagsmunum viðsemjenda. Þetta segir Már í samtali við Vísi. Heimildir Vísis herma að stýrivaxtalækkunin, sem kveðið sé á um í samningunum, þurfi að vera komin niður í 3,75 prósent í september 2020. Það sé talan sem aðilar vinnumarkaðarins miði við. Ómögulegt að vita um aðstæður í september 2020 Már segir að hagsmunir viðsemjenda hljóti að ganga út á það að koma í veg fyrir það að hér rísi verðbólga sem að rýri þann kaupmátt sem þarna var verið að semja um. „Þó að núna í dag, eða á næstu vikum, kunni að vera forsendur fyrir lækkun vaxta þá veit enginn hvernig aðstæður eru í september 2020. Vextir eru bara eins og stýri á bíl. Þetta er stýritæki. Þú ferð ekki að keyra til Akureyrar og segir: „Ég ætla aldrei að snúa stýrinu meira en 30 gráður til hægri eða vinstri“. Þú keyrir bara út af. Seðlabankar, þegar svona aðstæður myndast eins og núna, ef verðbólguvæntingar eru í lagi og annað, þá geta þeir oft lækkað vexti mjög aggressíft, af því að þeir vita það að þeir geta hækkað þá aftur ef aðstæðurnar breytast. Ef það er farið að setja takmarkanir á það ferli, eitthvað langt fram í framtíðina, þá getur það dregið úr svigrúmi okkar núna,“ segir Már.Ekki verið að skerða sjálfstæði Seðlabankans Már segir að með þessu sé ekki þar með sagt að verið sé skerða sjálfstæði Seðlabankans. „Vonandi eykst skilningur á þessu með umræðu, og mér vitanlega stóðu stjórnvöld ekki á bakvið þetta, enda erum við náttúrulega að vinna eftir löggjöf frá Alþingi. Þau eru ekkert á bakvið þetta. Þetta er þarna inni í samningum og ég held að þetta sé misskilningur og ekki hagur launþega. En svo er það okkur komið hvort við látum þetta skerða okkar sjálfstæði. Það getur enginn komið hérna inn og tekið hér vaxtaákvarðanir. Þær eru teknar af peningastefnunefnd þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Már. Seðlabankastjóri segist þó fagna því mjög að skrifað hafi verið undir kjarasamninga. Það sé auðvitað mjög jákvætt. „Það er alveg ljóst að það skapar að öðru óbreyttu forsendur fyrir lækkun vaxta á næstunni.“ Már segir vandamálið þó hafa verið það að það hafi verið að hægjast á í þjóðarbúskapnum. „Það hafa orðið áföll og jafnvel farnar að vakna spurningar hvort við séum á leið í samdrátt. Við þær aðstæður, að öðru óbreyttu, þá á og er hægt að slaka á peningastefnu til að styðja við þjóðarbúið, alla vega svo lengi að það gangi ekki berlega gegn verðbólgumarkmiðum til miðlungs og langs tíma. Það sem hefur komið í veg fyrir það var það að verðbólguvæntingarnar héldust hátt uppi og óvissan var svo mikil út af þessum kjarasamningum. Nú hefur henni verið eytt. Nú hefur henni verið eytt með þeim hætti að til dæmis verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur rokið niður. Þetta er allt mjög jákvætt. Gengi krónunnar hefur styrkst um þrjú prósent í tvo daga. Þetta er stóra myndin,“ segir Már.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um endurskoðunarákvæðið þar sem rætt er við Má. Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53 Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að endurskoðunarákvæði í kjarasamningi sem snýr að lækkun stýrivaxta sé óheppilegt og byggist á ákveðnum misskilningi. Segir hann það ganga gegn hagsmunum viðsemjenda. Þetta segir Már í samtali við Vísi. Heimildir Vísis herma að stýrivaxtalækkunin, sem kveðið sé á um í samningunum, þurfi að vera komin niður í 3,75 prósent í september 2020. Það sé talan sem aðilar vinnumarkaðarins miði við. Ómögulegt að vita um aðstæður í september 2020 Már segir að hagsmunir viðsemjenda hljóti að ganga út á það að koma í veg fyrir það að hér rísi verðbólga sem að rýri þann kaupmátt sem þarna var verið að semja um. „Þó að núna í dag, eða á næstu vikum, kunni að vera forsendur fyrir lækkun vaxta þá veit enginn hvernig aðstæður eru í september 2020. Vextir eru bara eins og stýri á bíl. Þetta er stýritæki. Þú ferð ekki að keyra til Akureyrar og segir: „Ég ætla aldrei að snúa stýrinu meira en 30 gráður til hægri eða vinstri“. Þú keyrir bara út af. Seðlabankar, þegar svona aðstæður myndast eins og núna, ef verðbólguvæntingar eru í lagi og annað, þá geta þeir oft lækkað vexti mjög aggressíft, af því að þeir vita það að þeir geta hækkað þá aftur ef aðstæðurnar breytast. Ef það er farið að setja takmarkanir á það ferli, eitthvað langt fram í framtíðina, þá getur það dregið úr svigrúmi okkar núna,“ segir Már.Ekki verið að skerða sjálfstæði Seðlabankans Már segir að með þessu sé ekki þar með sagt að verið sé skerða sjálfstæði Seðlabankans. „Vonandi eykst skilningur á þessu með umræðu, og mér vitanlega stóðu stjórnvöld ekki á bakvið þetta, enda erum við náttúrulega að vinna eftir löggjöf frá Alþingi. Þau eru ekkert á bakvið þetta. Þetta er þarna inni í samningum og ég held að þetta sé misskilningur og ekki hagur launþega. En svo er það okkur komið hvort við látum þetta skerða okkar sjálfstæði. Það getur enginn komið hérna inn og tekið hér vaxtaákvarðanir. Þær eru teknar af peningastefnunefnd þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Már. Seðlabankastjóri segist þó fagna því mjög að skrifað hafi verið undir kjarasamninga. Það sé auðvitað mjög jákvætt. „Það er alveg ljóst að það skapar að öðru óbreyttu forsendur fyrir lækkun vaxta á næstunni.“ Már segir vandamálið þó hafa verið það að það hafi verið að hægjast á í þjóðarbúskapnum. „Það hafa orðið áföll og jafnvel farnar að vakna spurningar hvort við séum á leið í samdrátt. Við þær aðstæður, að öðru óbreyttu, þá á og er hægt að slaka á peningastefnu til að styðja við þjóðarbúið, alla vega svo lengi að það gangi ekki berlega gegn verðbólgumarkmiðum til miðlungs og langs tíma. Það sem hefur komið í veg fyrir það var það að verðbólguvæntingarnar héldust hátt uppi og óvissan var svo mikil út af þessum kjarasamningum. Nú hefur henni verið eytt. Nú hefur henni verið eytt með þeim hætti að til dæmis verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur rokið niður. Þetta er allt mjög jákvætt. Gengi krónunnar hefur styrkst um þrjú prósent í tvo daga. Þetta er stóra myndin,“ segir Már.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um endurskoðunarákvæðið þar sem rætt er við Má.
Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53 Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda. 4. apríl 2019 15:53
Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson. 4. apríl 2019 10:53