Epitaph Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvottasnúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar. Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever. Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni. Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum. Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man? Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð: Words anonymous. Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar