Níu prósentin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 07:00 Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ákveðnum hópi Íslendinga þóknast greinilega málflutningur og áherslur Miðflokksins því samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eykst fylgi við flokkinn og er nú komið upp í 9 prósent. Í nýrri stjórnmálaályktun Miðflokksins segir að flokkurinn starfi á miðju íslenskra stjórnmála, nokkuð sem hefur farið framhjá þorra landsmanna því í flokknum dafnar aðallega afturhald og þjóðremba. Þannig verður Miðflokkurinn seint flokkaður sem frjálslyndur miðjuflokkur. Það flokkast allavega varla sem frjálslyndi að óttast erlend áhrif svo mjög að telja vart hættandi á að leggja sér erlent kjöt til munns enda grasseri þar vísast alls kyns hættuleg sníkjudýr sem geti jafnvel orsakað persónuleikabreytingar. Einmitt þessu hélt formaður Miðflokksins fram fyrir fáum árum. Ekkert bendir til að hann hafi skipt um skoðun. Innan þingflokksins er eins og ofsahræðsla sé grasserandi þegar til umræðu er að leyfa innflutning á fersku kjöti. Stórhætta er sögð steðja að þjóðinni verði það leyft. Þessi málflutningur skilar flokknum einhverjum slatta af kjósendum. Ekki draga þingmenn flokksins heldur úr hræðsluáróðrinum þegar kemur að þriðja orkupakkanum heldur gefa verulega í. Sá pakki er afgreiddur sem stórhættulegur og talinn jafngilda afsali fullveldis. Þegar þjóðinni er sagt nógu oft að stjórnvöld séu í vegferð sem leiða muni til þess að Íslendingar verði sviptir eignarhaldi eða forræði yfir orkuauðlindum þá verða alltaf einhverjir sem fyllast ótta. Þegar því er síðan bætt við að þingmönnum Miðflokksins sé helst treystandi til að standa gegn þeim landráðamönnum sem koma vilja þessu í kring þá fjölgar um leið í kjósendahópi flokksins. Þessum hópi er sömuleiðis sagt að íslensk stjórnvöld eigi alls ekki að leggja lag sitt við andlitslausar stofnanir úti í heimi, þjóðin eigi að ráða örlögum sínum sjálf og þjóðlegar áherslur eigi að ráða. Með þessum áróðri er gefið sterklega í skyn að alþjóðlegt samstarf, með tilheyrandi skuldbindingum og samningum, geti ekki leitt neitt gott af sér. Einangrunarhyggjan skal ríkja. Ákveðinn hópur kjósenda kýs greinilega að halla sér að Miðflokknum. Áherslur flokksins geta verið hættulegar fyrir lýðræðið því þær ala á ótta og tortryggni við það sem erlent er. Leitar þá hugurinn til flóttamanna. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir tæpu ári kom í ljós að 58 prósent Miðflokksfólks telja of marga hælisleitendur fá hæli hér á landi. Miðað við áherslur þingmanna flokksins er ekki ólíklegt sú skoðun sé einnig ríkjandi meðal þeirra. Viðbrögð þingmanna Miðflokksins við Klausturmálinu alræmda sýna svo að þar á bæ er neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þingmennirnir eru í æðisgenginni leit að sökudólgum sem þeir segja hafa leitt sig í gildru. Þeir tala eins og þeir séu fórnarlömb umfangsmikils samsæris. Það er óhuggulegt að vita af slíkri veruleikafirringu í fari þingmanna þjóðarinnar. Níu prósent þjóðarinnar setja það þó alls ekki fyrir sig heldur láta heillast.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun