Íþróttafréttakona á meðal þeirra sem fórust í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2019 22:43 Carley McCord, íþróttafréttamaður sem lést í slysinu, sést hér til vinstri. Til hægri má sjá mynd frá vettvangi slyssins. Vísir/AP Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira