Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 17:21 Forsetinn segir mikilvægt að fara gætilega í kringum rándýrið. Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan: Dýr Forseti Íslands Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Sjá meira
Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu sem fataðist flug á Bessastaðatúninu á öðrum degi jóla. Unginn er þar í góðu yfirlæti og forsetinn gleðst yfir því að aftur sé rekið fálkahús á Bessastöðum. Það var umsjónarmaður fasteigna sem bjargaði fálkaunganum köldum og hröktum undan hröfnum sem höfðu gert atlögu að honum. Unginn er kvendýr, tæp tvö kíló að þyngd og hefur fengið nafnið Kría. Er unginn geymdur í gróðurhúsi á Bessastöðum. Forsetinn segir litla ógn stafa af þessu rándýri. „Hann hefur ekki gert sig líklegan til að ráðast á okkur mannfólkið. Svo þarf maður að sýna almenna skynsemi, vera ekki með hraðar hreyfingar í návist hans, sýna ekki tilburði sem skepnan gæti talið vera ógn við sig. Hér ríkir bara vopnahlé,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Að ráði sérfræðinga verður unginn á Bessastöðum fram yfir áramót. Hann fer síðan í Húsdýragarðinn og verður svo vonandi sleppt aftur. Vera fálkans á Bessastöðum er merkileg í ljósi sögunnar því þar var eitt sinn rekið fálkahús. „Því fálkar voru mikil útflutningsvara hér. Keisarar, kóngar, furstar og prinsar sóttust eftir fálkum ofan af Íslandi. Þetta var dýr vara. Fálkarnir voru fangaðir hér, geymdir á Bessastöðum og seldir til útlanda, dýrum dómum.“ Forsetinn óskar þess að unginn braggist. „Þá getum við vonandi veitt honum frelsið og hann notið þess að svífa um loftin blá. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. Við njótum leiðsagnar sérfræðinga á náttúrufræðistofnun sem telja skynsamlegasta að láta hann safna kröftum hérna og sjá svo hvað setur.“ Hægt er að sjá lengri útgáfuna af viðtalinu við Guðna um fálkann hér fyrir neðan:
Dýr Forseti Íslands Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Sjá meira