Skellt í lás Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Hrina lokana fyrirtækja í borginni hefur riðið yfir undanfarna daga. Undanfarnar örfáar vikur hafa fjögur veitingahús á Hverfisgötu hætt rekstri; Dill, Systir, Mikkeller & Friends og Essensia og í gær læsti hin rótgróna sælkeraverslun Ostabúðin á Skólavörðustíg dyrum sínum. Reykjavík er margfalt fátækari fyrir vikið. Það verður seint sagt um borgina að hún sé vinveitt atvinnurekstri. Frekar er hún sér á báti borið saman við önnur sveitarfélög. Til að mynda með innheimtu fasteignaskatta. Tekjur borgarsjóðs af skattinum jukust um einn og hálfan milljarð frá 2018 til 2019. Borgin heldur áfram hæstu álagningu fasteignaskatts árið 2019, öfugt við mörg nágrannasveitarfélög. Blómlegur rekstur verslana, fyrirtækja og veitingastaða í borg er ein forsenda þess að þar sé eftirsóknarvert að búa. Hin mikla skattbyrði vegur sífellt þyngra í rekstri heimila og fyrirtækja. Óhjákvæmilega hefur þróunin leitt til hærra leiguverðs. Vitaskuld er fasteignaskattur ekki eina ástæða þess að fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í Reykjavík. Að fullyrða slíkt er einföldun. Hlutverk borgarinnar hlýtur þó að snúast að minnsta kosti öðrum þræði um að búa þannig um hnútana að hér geti blómlegur rekstur þrifist. Liður í því væri að lækka fasteignaskatta og hlusta eftir gagnrýni sem fyrirtækjaeigendur í borginni hafa uppi. Svifasein og þung stjórnsýsla er þar á meðal. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur veitingastaðar í Vesturbænum biðu í 724 daga eftir vínveitingaleyfi. Forsendur rekstrarins voru brostnar þegar leyfið var loksins veitt og staðnum lokað. Dæmi um skeytingarleysi efsta lags stjórnenda borgarinnar er svar aðstoðarmanns borgarstjóra við réttmætum kvörtunum rekstraraðila við Hverfisgötu undanfarna daga. Gatan hefur verið uppgrafin og undirlögð af framkvæmdum síðan í vor. Borgin gefur lítið upp um áætluð verklok, hafði lítið samráð og skellti raunar framkvæmdum framan í kaupmenn og veitingahúsaeigendur sem fá enga ívilnun á móti. Eigendur fyrirtækja á svæðinu hafa kvartað yfir því að framkvæmdir gangi of hægt og hafi gríðarleg áhrif á aðgengi viðskiptavina að búðum og veitingahúsum á reitnum. Einn eigenda Dills lýsti uppgreftri Hverfisgötunnar sem „martröð“ í uppgjörsviðtali eftir lokun veitingastaðarins í síðustu viku. Aðstoðarmaður borgarstjóra gefur lítið fyrir þetta. „Það að Dill fari á hausinn hefur ekkert að gera með framkvæmdir á Hverfisgötu. Dill missti Michelin stjörnu, held að það hafi haft mun meira að segja en sundurgrafin gata á stað þar sem gengið er inn af Ingólfsstræti,“ sagði aðstoðarmaðurinn á Facebook. Vitaskuld þarf að gera upp götur í borginni. Það er hins vegar á ábyrgð borgarinnar að gefa nægjanlegan fyrirvara svo rekstraraðilar geti gert raunhæfar áætlanir og nauðsynlegar ráðstafanir. Fólk í fyrirtækjarekstri er í flestum tilfellum venjulegt fólk með allt sitt undir. Ef ummæli aðstoðarmannsins lýsa almennu viðhorfi borgaryfirvalda til atvinnurekenda er illt í efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hrina lokana fyrirtækja í borginni hefur riðið yfir undanfarna daga. Undanfarnar örfáar vikur hafa fjögur veitingahús á Hverfisgötu hætt rekstri; Dill, Systir, Mikkeller & Friends og Essensia og í gær læsti hin rótgróna sælkeraverslun Ostabúðin á Skólavörðustíg dyrum sínum. Reykjavík er margfalt fátækari fyrir vikið. Það verður seint sagt um borgina að hún sé vinveitt atvinnurekstri. Frekar er hún sér á báti borið saman við önnur sveitarfélög. Til að mynda með innheimtu fasteignaskatta. Tekjur borgarsjóðs af skattinum jukust um einn og hálfan milljarð frá 2018 til 2019. Borgin heldur áfram hæstu álagningu fasteignaskatts árið 2019, öfugt við mörg nágrannasveitarfélög. Blómlegur rekstur verslana, fyrirtækja og veitingastaða í borg er ein forsenda þess að þar sé eftirsóknarvert að búa. Hin mikla skattbyrði vegur sífellt þyngra í rekstri heimila og fyrirtækja. Óhjákvæmilega hefur þróunin leitt til hærra leiguverðs. Vitaskuld er fasteignaskattur ekki eina ástæða þess að fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar í Reykjavík. Að fullyrða slíkt er einföldun. Hlutverk borgarinnar hlýtur þó að snúast að minnsta kosti öðrum þræði um að búa þannig um hnútana að hér geti blómlegur rekstur þrifist. Liður í því væri að lækka fasteignaskatta og hlusta eftir gagnrýni sem fyrirtækjaeigendur í borginni hafa uppi. Svifasein og þung stjórnsýsla er þar á meðal. Skemmst er að minnast þess þegar eigendur veitingastaðar í Vesturbænum biðu í 724 daga eftir vínveitingaleyfi. Forsendur rekstrarins voru brostnar þegar leyfið var loksins veitt og staðnum lokað. Dæmi um skeytingarleysi efsta lags stjórnenda borgarinnar er svar aðstoðarmanns borgarstjóra við réttmætum kvörtunum rekstraraðila við Hverfisgötu undanfarna daga. Gatan hefur verið uppgrafin og undirlögð af framkvæmdum síðan í vor. Borgin gefur lítið upp um áætluð verklok, hafði lítið samráð og skellti raunar framkvæmdum framan í kaupmenn og veitingahúsaeigendur sem fá enga ívilnun á móti. Eigendur fyrirtækja á svæðinu hafa kvartað yfir því að framkvæmdir gangi of hægt og hafi gríðarleg áhrif á aðgengi viðskiptavina að búðum og veitingahúsum á reitnum. Einn eigenda Dills lýsti uppgreftri Hverfisgötunnar sem „martröð“ í uppgjörsviðtali eftir lokun veitingastaðarins í síðustu viku. Aðstoðarmaður borgarstjóra gefur lítið fyrir þetta. „Það að Dill fari á hausinn hefur ekkert að gera með framkvæmdir á Hverfisgötu. Dill missti Michelin stjörnu, held að það hafi haft mun meira að segja en sundurgrafin gata á stað þar sem gengið er inn af Ingólfsstræti,“ sagði aðstoðarmaðurinn á Facebook. Vitaskuld þarf að gera upp götur í borginni. Það er hins vegar á ábyrgð borgarinnar að gefa nægjanlegan fyrirvara svo rekstraraðilar geti gert raunhæfar áætlanir og nauðsynlegar ráðstafanir. Fólk í fyrirtækjarekstri er í flestum tilfellum venjulegt fólk með allt sitt undir. Ef ummæli aðstoðarmannsins lýsa almennu viðhorfi borgaryfirvalda til atvinnurekenda er illt í efni.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun