Aron Einar: Ætluðum að ná í þrjú stig sama hvernig við spiluðum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júní 2019 15:50 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með stigin þrjú sem Ísland sótti gegn Albaníu í undankeppni EM 2020. „Við vorum að leita eftir þremur punktum, sama hvernig það færi og sama hvernig við spiluðum,“ sagði Aron Einar við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Jóhanni Berg Guðmundssyni í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera virkilega þéttir í dag, þeir fengu engin færi sem ég man eftir. Nokkrir krossar sem við díluðum við.“ „Við vissum að við höfum þessi gæði í liðinu til þess að klára leiki og Jói gerði það svo sannarlega í dag.“ Þrátt fyrir mikilvægan sigur var frammistaða íslenska liðsins ekki sú besta sem þeir hafa sýnt, þurfa þeir ekki að gera betur á móti Tyrkjum á þriðjudag? „Jú, mér fannst við, sérstaklega undir lokin, hefðum átt að binda sendingarnar betur. Úrslitasendingar sem voru ekki að finna rétta menn. Vantaði smá gæði í þann part af leiknum.“ „Við hefðum getað keyrt skyndisóknir á þá margoft og erum vanalega góðir í því, en við vorum kannski aðeins of passívir. En það kemur með pressunni.“ „Það eru allir búnir að setja pressu á okkur og segja okkur að rífa okkur í gang. Þrír punktar eru virkilega mikilvægir fyrir sjálfstraustið. Nú er vonandi að fólkið flykki sér á völlinn á þriðjudaginn og taki þátt í þessari velgengni og vegferð með okkur því við ætlum okkur á EM.“ Ísland fékk nokkuð mikið af innköstum upp við vítateig andstæðingsins í leiknum, þar sem Aron Einar tók sín löngu innköst. Hvernig fór öxlin út úr þeim öllum? „Öxlin er öll að koma til. En við nýttum þetta ekki nógu vel og þurfum að fara aðeins betur yfir það.“ Tyrkland er næst á dagskrá á þriðjudagskvöld. Íslenska liðið þarf líklega að spila aðeins betri leik til að fara með sigur þar, enda Tyrkir á blaðinu sterkari andstæðingur. „Við vinnum það. Við þurfum að nýta það að við eigum tvo heimaleiki en þeir þurfa að fara í langt ferðalag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira