Jóhann Berg: Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir og þreyttir Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:32 Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmarkið gegn Albaníu fyrr í dag, var himinlifandi með sigurinn og markið sem hann skoraði. Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni en hann segir að fyrst og fremst hafi það verið ánægjulegt að þrjú stig hafi skilað sér í hús. „Við erum mjög ánægðir. Þrír punktar og ekkert mark fengið á okkur sem er mjög mikilvægt. Þetta var ekki fallegt en nokkuð solid, sérstaklega eftir að markið kom,“ sagði Jóhann við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir voru ekki að skapa sér nein svakaleg færi og mér fannst við vera nokkuð með þetta undir control. Þegar staðan er 1-0 þá er maður alltaf stressaður en frábært að ná í þennan sigur.“ Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og var sendur til Dyflinnar fyrr í vikunni. Hann segir að standið á honum sé bara allt í lagi. Ekkert meira en það. „Ég var allt í lagi standi. Ég er ekki hundrað prósent. Það er smá vesen á mér og það er bara eins og það er. Maður reynir að gera sitt besta og það er ekkert annað að gera,“ en hverjar eru líkurnar á að hann spili gegn Tyrkjum á þriðjudag? „Bara ágæta. Þessi leikur er nýbúinn og við verðum að sjá til á morgun en maður verður að vera bjartsýnn.“ Mark Jóhanns var af dýrari gerðinni og var hann beðinn um að lýsa markinu. „Birkir fékk boltann og setti hann á mig. Ég hélt að hann væri að fara dæma aukaspyrnu en hann lét leikinn fljóta og svo ákvað ég að keyra á vörnina. Þetta opnaðist ansi vel fyrir mig og gaman að sjá hann í markinu. Þetta var mikilvægt mark að skora svona snemma og eftir það vorum við nokkuð með þetta.“ Þrjú stigin voru það mikilvægasta við leikinn sagði Jóhann og sagði umræðuna hafa gírað menn upp. „Það eru allir búnir að vera tala um að við séum gamlir, þreyttir og það var ekki uppselt á leikinn sem er óvenjulegt hjá okkur. Við vorum staðráðnir í að vinna leikinn.“ „Við vissum það alveg að ef við myndum spila okkar leik þá eigum við að vinna þetta lið. Þó við séum búnir að fara á tvö stórmót þá erum við ekkert hættir.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00