Þegar 6 loforð af 100 eru uppfyllt Sara Dögg skrifar 8. júní 2019 14:13 Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun