Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur 8. júní 2019 14:44 Gylfi átti afbragðs leik. vísir/getty Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira