Prjónakonur setja lit sinn á Blönduós um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 12:30 Góð stemming er á Prjónagleðinni á Blönduósi og mikið af fólki á staðnum vegna hátíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“. Blönduós Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Allar helstu prjónakonur landsins eru nú saman komnar á Prjónagleði á Blönduósi, sem mun standa yfir um hvítasunnuhelgina. Boðið verður upp á 20 mismunandi prjónatengd námskeið og fyrirlestra um fjölbreytt efni, sem við kemur prjónaskap. Þá verður prjónað í sundlauginni á staðnum.Prjónagleðin er árleg prjónaháíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Fjölmörg námskeið verða í gangi alla helgina, fyrirlestrar, sölubásar verða í félagsheimilinu og þá verður boðið upp á ýmsa skemmtun eins og ratleiki, sýningar og prjónakeppni svo eitthvað sé nefnt. Jóhanna E. Pálmadóttir er stjórnandi Prjónagleðinnar á Blönduósi um helgina.Magnús HlynurJóhanna E. Pálmadóttir er sú sem veit allt um prjónagleðina og skipulagningu hennar en hún er forstöðumaður Textilmiðstöðvarinnar.„Prjónagleðin er vettvangur fyrir prjónandi fólk, sem hefur áhuga á prjónaskap, hvort heldur sem það kann að prjóna eða ekki, það er aukaatriði, en fyrir þá sem hafa gaman af því að hittast og njóta þess að vera saman og hafa prjónana, sem áhugamál. Þetta er fjölmennasta prjónagleðin hingað til og við erum mjög ánægð með móttökurnar, virkilega. Við leggjum náttúrulega mikla áherslu á að hafa flotta og virta kennara í prjónaskap og á námskeiðunum, auk spennandi fyrirlestra,“ segir Jóhanna.Þema prjónahátíðarinnar í ár er Dagur hafsins. En eru einhverjir karlar á prjónagleðinni?„Nei, það hefur ekki sést prjónandi karl síðan þú varst hérna í fyrra Magnús en við höldum í vonina að þeir komi fram undan skyggninu,“ segir Jóhanna hlægjandi. Allir eru velkomnir að fylgjast með því sem fer fram á Prjónagleðinni á Blönduósi um helgina.Ein af hápunktum prjónagleðinnar var í gærkvöldi þegar sundprjón fór fram en þá fengu þátttakendur að spreyta sig með prjónana í sundlauginni á Blönduósi. En eru allir velkomnir á Prjónagleðina um helgina? „Að sjálfsögðu og ef einhverjum langar í námskeið sem hann sér og vill skrá sig, ef það er ekki uppselt, þá er það meira en velkomið“.
Blönduós Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira