Samspil óvina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:15 West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun